Skip to main content Skip to footer

Nýir stjórnendur

Í takt við aukinn vöxt hjá Wise hafa tveir nýir stjórnendur verið ráðnir til  fyrirtækisins. Ólöf Kristjánsdóttir tekur við stjórn markaðsmála og Snædís Helgadóttir er nýr framkvæmdastjóri fjármála og tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn. 

Wise hefur verið í mikilli sókn síðustu þrjú ár og tvöfaldað sig í bæði veltu og starfsmannafjölda. Við stefnum á annan eins vöxt á næstu árum á bæði íslenskum og erlendum mörkuðum. Það er því mikill fengur að fá Ólöfu í stjórnendateymið okkar og Snædísi í framkvæmdastjórn, þekking þeirra og reynsla úr tæknifyrirtækjum mun spila stóran þátt í framtíðarvexti Wise. er haft eftir Jóhannesi Helga Guðjónssyni, forstjóra Wise.

Ólöf kemur frá Tempo og Snædís frá Five Degrees

Ólöf er með langa reynslu úr markaðsdeildum tæknifyrirtækja. Áður en hún gekk til liðs við Wise stýrði hún markaðsmálum hjá Tempo með áherslu á vaxtartækifæri (growth marketing) og var þar áður markaðsstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu CYREN. Ólöf er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands, hún er jafnframt í stjórn samtakanna WomenTechIceland. 

Ég hef ástríðu fyrir markaðsmálum tæknifyrirtækja og hlakka mikið til að taka þátt í því góða starfi sem unnið er hjá Wise. Teymið hjá Wise er að gera gríðarflotta hluti og hefur verið að leysa vandamál viðskiptavina sinna á mjög hugvitsamlegan hátt. Það verður spennandi að leiða sókn okkar á nýja markaði. segir Ólöf.

Snædís kemur frá hugbúnaðarfyrirtækinu Five Degrees þar sem hún var fjármálastjóri og yfir mannauðsmálum félagsins. Áður starfaði hún hjá Capacent sem fjármála- og stefnumótunarráðgjafi. Snædís lauk mastersprófi í fjármálum frá Háskólanum í Lundi árið 2015. 

Wise er vaxandi fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti á hér heima og erlendis og ég er mjög spennt að taka þátt í þeirri vegferð. Ekki síst hrífst ég af vöruþróun Wise og komandi vegferð okkar þar sem hugbúnaður er í áskrift í skýinu (SaaS). Ég heillast af þeim áskorunum sem eru framundan og hlakka til að vinna að þeim ásamt öflugu starfsfólki Wise. segir Snædís. 

Ólöf og Snædís hafa þegar hafið störf. 

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.