Skip to main content Skip to footer

Viljum hjálpa viðskiptavinum að nýta Business Central sem best

Helen Ómarsdóttir, viðskiptafræðingur og forstöðumaður BC ráðgjafar hjá Wise er enginn nýgræðingur í bransanum. Hún hefur verið hjá fyrirtækinu í hartnær tíu ár, þar af sjö sem ráðgjafi áður en hún tók við sem hópstjóri og síðar sem forstöðumaður sameinaðs teymis um 30 sérfræðinga sem eru í daglegum samskiptum við notendur Business Central viðskiptalausnarinnar.

„Okkar starf er fjölbreytt en felst meðal annars í ráðgjöf til viðskiptavina, uppfærslum, innleiðingum, greiningum og öllu hinu sem Business Central og sérkerfi Wise bjóða upp á.“ 

Aukin skilvirkni og sjálfvirkni

Wise hefur vaxið hratt undanfarin þrjú ár. Með stækkandi fyrirtæki, breiðara vöruframboði og fleiri viðskiptavinum innleiddum við nýja Þjónustugátt sem ætlað er að stytta boðleiðir og gefa bæði starfsfólki og viðskiptavinum okkar betri yfirsýn. Inn á Þjónustugáttinni hafa viðskiptavinir okkar einnig aðgang að Þekkingarbrunni sem er öflugt verkfæri til sjálfshjálpar og upprifjunar. Þar má finna svör við algengum spurningum og fjölmargar leiðbeiningar sem gerir viðskiptavinum kleift að fá úrlausn sinna mála hratt og örugglega án aðkomu sérfræðings. 

„Við erum að vinna í að geta nýtt okkur betur þá kosti sem Þjónustugáttin býður upp á með stafrænni umbreytingu og sjálfvirkni. Það sparar okkur tíma sem við getum nýtt til að sinna viðskiptavinum okkar enn betur.“ 

Fyrst og fremst ráðgjafar fyrir viðskiptavini

Okkar markmið er að efla tengslin við okkar viðskiptavini, hitta þá oftar, veita ráðgjöf, greina þarfir og hjálpa þeim að nýta Business Central á sem bestan hátt. Við bjóðum auk þess úrval annarra viðskiptalausna sem vinna vel með Business Central og er helsti styrkleiki lausnanna fólginn í því að sameina þær, þannig færa þær viðskiptavinum enn meira virði.

Með því að vera nær viðskiptavininum getum við þannig betur komið auga á tækifæri til að nýta núverandi lausnir betur í rekstrinum, kynnt nýjungar og kennt notendum á nýjar lausnir. Microsoft er nefnilega á fullri ferð með fjölmargar nýjungar á hverju ári og reglulega sækjum við ráðstefnur erlendis hjá þeim til geta miðlað nýjungum til okkar viðskiptavina.

Breið þekking innan Wise gagnast viðskiptavinum

Nýtt verklag var innleitt í vetur þar sem við færðum okkur yfir í teymisvinnu. Hvert teymi samanstendur bæði af Business Central ráðgjöfum og sérfræðingum úr öðrum deildum Wise. Það er mikill kostur að geta unnið þvert á deildir innan fyrirtækisins til að manna verkefnin vel og geta leyst þau á árangursríkan hátt”. Við erum með stóran viðskiptamannahóp sem hefur ólíkar þarfir. Sem dæmi má nefna sveitarfélögin, þess vegna sérhæfir t.d. eitt teymið sig í málefnum sveitarfélaga. Við reynum að bregðast hratt við í öllum tilfellum, stórum sem smáum – og við finnum að þó við séum enn að innleiða nýtt verklag að þá eru viðskiptavinir ánægðir með úrlausnina, svörun og framkvæmd.

“Við finnum að þó við séum enn að innleiða nýtt verklag að þá eru viðskiptavinir ánægðir með úrlausnina, svörun og framkvæmd.“  

Það á að vera gaman

Starfsfólk Wise er mjög þéttur hópur og samanstendur af reynslumiklum sérfræðingum sem margir hverjir hafa starfað lengi hjá fyrirtækinu. Það sem gerir þetta starf skemmtilegt er hversu fjölbreytt það er. Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast í hröðum heimi upplýsingatækninnar. Svo er líka viss nördismi fólginn í þessu, við fylgjumst gríðarlega vel með þróun hjá Microsoft og hlökkum til að miðla þekkingunni áfram til okkar viðskiptavina.

Innan Wise hefur myndast samfélag þar sem við vinnum saman sem ein heild. Hér er hjálpsemi og vinátta ríkjandi og við erum líka dugleg að gera eitthvað saman innan sem utan vinnutíma. Það á að vera gaman í vinnunni og við gerum þetta saman.  

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.