Skip to main content Skip to footer

Ný þjónustugátt styttir boðleiðir í þjónustu

Á haustmánuðum 2022 tók Wise í notkun nýja þjónustugátt í Jira. Tilgangurinn með nýju þjónustukerfi er að stytta boðleiðir og auðvelda viðskiptavinum að sækja sér þá hjálp sem þeir þurfa.  

Í nýju þjónustugáttinni geta viðskiptavinir á fljótlegan og auðveldan hátt búið til þjónustubeiðni og fylgt henni eftir m.a. með því að setja inn athugasemdir.  Beiðninni er úthlutað á réttan aðila innanhúss hjá Wise og eru öll samskipti skráð inn í beiðnina til að tryggja rekjanleika og gagnsæi.  

Jira hefur sannað sig sem framúrskarandi þjónustukerfi á heimsvísu og er notað af mörgum stærstu fyrirtækjum heims. Kerfið er einfalt í notkun ásamt því að tryggja gagnsæi og rekjanleika í þjónustu til viðskiptavina þar sem þeir hafa alltaf yfirsýn yfir sínar beiðnir og framvindu þeirra, segir Sandra Björg Axelsdóttir sérfræðingur hjá Wise.

Helstu kostir gáttarinnar:

  • Viðskiptavinir geta á einum stað séð allar sínar beiðnir, stöðuna á þeim, átt samskipti vegna þeirra og séð hvernig þeim hefur verið svarað. 

  • Gáttin vísar á þekkingarbrunn þar sem er hægt að finna fjölmargar greinar sem geta hjálpað viðskiptavinum að leysa vandamál án aðkomu sérfræðings.

  • Með kerfinu hafa viðskiptavinir aðgang að okkar helstu sérfræðingum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hver er við og hver ekki.  

  • Nýr aðili í starfi þarf enga aðlögun heldur getur einfaldlega smellt á einn hlekk. 

  • Engin þörf er á að fletta upp rétta netfanginu eða grafa í gömlum póst-it miðum í leit að símanúmerinu sem fékkst uppgefið fyrir löngu síðan.

  • Þegar aðgangur hefur verið stofnaður má stilla þjónustuborðið á ensku eða íslensku.

Það er stefna Wise að bjóða framúrskarandi þjónustu svo okkar viðskiptavinir geti einbeitt sér að því sem skiptir þá raunverulega máli. Wise sér um hitt, segir Stefán Þór Stefánsson framkvæmdastjóri ráðgjafar og þjónustusviðs. 

Hverjir geta nýtt sér þjónustugáttina?

Allir viðskiptavinir Wise geta nýtt sér þjónustugáttina og eru eindregið hvattir til þess. Í fyrsta sinn sem viðskiptavinur notar kerfið þarf að búa til aðgang, einungis þarf að stofna aðgang einu sinni og eftir það er hægt að nota sama aðgang til að búa til fyrirspurnir hvenær sem er.  Við mælum svo með því að vista hlekkinn í vafra. 

Smelltu hér til að stofna aðgang.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.