Um Wise

Wise er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi.

Wise er einn öflugasti söluaðili á Microsoft Dynamics NAV bókhalds- og viðskiptahugbúnaðinum á Íslandi og hefur sérhæft sig í lausnum á sviði fjármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sveitarfélaga, sjávarútvegs og flutninga.Wise Borgartún 26, 105 Reykjavík

Wise býður mikið úrval hugbúnaðarlausna sem byggir á þeirri hugmyndafræði að gera fyrirtækjum kleift að taka góðar og vel ígrundaðar viðskiptaákvarðanir, byggðar á öruggum upplýsingum úr viðskipta- og birgðakerfum fyrirtækisins. 

Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Lausnir Wise eru í notkun hjá mörgum af stærri fyrirtækjum landsins.

Wise hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starfsemi sína sína þ.á.m. viðurkenninguna „Samstarfsaðili ársins 2014“ hjá Microsoft á Íslandi og Fyrirmyndarfyrirtæki VR um nokkurra ára skeið.


Fyrirtækið

Wise sérhæfir sig í bókhalds- og viðskiptahugbúnaði fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

Þekktustu vörutegundir þess eru Wisefish sjávarútvegslausnirnar og einnig sveitarfélagalausnir sem eru í notkun hjá meirihluta íslenskra sveitarfélaga.

Innan Wise starfar öflugur hópur sérfræðinga með áralanga reynslu í Microsoft lausnum. Þar fyrir utan hefur fyrirtækið sjálft hannað mikinn fjölda lausna fyrir íslenskan markað og jafnframt náð ágætis árangri í útflutningi á lausnum sínum og þjónustu.

Starfsemin byggir á hugbúnaðargerð en jafnframt er þjónustan við viðskiptavinahópinn mjög mikilvæg. Þannig má segja að starfsemin sé tvískipt, annars vegar hugbúnaðargerðin þar sem eru um 40 starfsmenn og hins vegar þjónustan og ráðgjöfin þar sem fyrirtækið hefur yfir öðrum eins hópi sérfræðinga á að skipa.

Wise er sjálfstætt starfandi hugbúnaðarhús í eigu AKVA group í Noregi.

Hægt er að kynna sér AKVA group hér.

AG logo cmyk


WISE Í NOREGI

WiseBlue 1504

Dótturfyrirtæki Wise í Noregi heitir Wise Blue AS og hefur aðsetur sitt í Álasundi.

Wise Blue sérhæfir sig í Microsoft Dynamics NAV og er aðaláherslan á lausnir fyrir sjávarútveginn og greiningartól  ásamt viðskiptagreind.(BI).

Hjá Wise Blue starfa sérfræðingar með áralanga reynslu af Dynamics NAV. Fókusinn er á WiseFish, lausnir fyrir sjávarútveginn, sem nú þegar eru í notkun hjá mörgum af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum víðs vegar um heiminn.

Hlekkur á Wise Blue AS er hér.


Tækninni fleygir stöðugt framStjórnendur

 

Hrannar Erlingsson framkvæmdastjóriHrannar Erlingsson
Framkvæmdastjóri

Jón Heiðar Pálsson Sviðsstjóri sölu-og markaðssviðs

Jón Heiðar Pálsson 
Sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs

Margrét Erla Eysteinsdóttir Sviðsstjóri þjónustu- og ráðgjafasviðsMargrét Erla Eysteinsdóttir
Sviðsstjóri þjónustu- og ráðgjafarsviðs

 

Sigríður Helga Hermannsdóttir Sviðsstjóri hugbúnaðar- & tæknisviðsSigríður Helga Hermannsdóttir
Sviðsstjóri hugbúnaðarsviðs

Stefán Torfi Höskuldsson Þróunarstjóri .NET lausnaStefán Torfi Höskuldsson
Sviðsstjóri rekstrar- og tæknisviðs

Steinunn Ragna Hjartar FjármálastjóriSteinunn Ragna Hjartar
Fjármálastjóri