Starfsmannastefna

Stefna Wise er að vera góður vinnustaður þar sem eftirsóknarvert er að starfa. Til að svo megi vera leggja stjórnendur Wise sig fram um að:

 • Bjóða starfsmönnum upp á fyrsta flokks búnað og aðstöðu.
 • Bjóða uppá sveigjanlegan vinnutíma eftir því sem kostur er.
 • Gefa starfsmönnum tækifæri til endurmenntunar og framþróunar í starfi.
 • Greiða samkeppnishæf og sanngjörn laun.
 • Styðja við öflugt félagslíf starfsmanna, m.a. með framlögum til starfsmannafélags.
 • Hvetja til heilbrigðs lífsstíls, m.a. með greiðslu íþróttastyrks og stuðningi við heilsueflingu starfsmanna hverju nafni sem nefnist.

Jafnrétti

Það er stefna Wise að gæta fyllsta jafnréttis milli starfsmanna og að þeir njóti jafnra tækifæra óháð kyni og kynþætti.  Wise skal vera vinnustaður þar sem:

 • Konur og karlar eru metin á forsendum getu og þekkingar og hafa jafna möguleika til starfsframa.
 • Eftirsóknarvert er að starfa  fyrir jafnt konur og karla
 • Bæði kyn eigi jafna möguleika til allra starfa og að ákveðin störf flokkist ekki sem sérstök kvenna- eða karlastörf.
 • Bæði kyn njóta sambærilegra kjara og réttinda fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.  Ákvarðanir um laun og annað sem áhrif hefur á kjör skulu byggjast á málefnalegum forsendum óháð kyni.
 • Bæði kyn hafa sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru í því skyni að auka hæfni  í starfi.
 • Bæði kyn eiga jafna möguleika á sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri hagræðingu þar sem því verður við komið til að auðvelda þeim að samræma starf og einkalíf.

Kynferðisleg áreitni og einelti skal aldrei liðið.