Fréttir

Bókhaldið er öruggt í skýinu

Starfsmenn Wise lausna

Eitt öflugasta bókhaldskerfi landsins, Microsoft Dynamics NAV, er hýst í tölvuskýi og fæst í áskrift.

hagkvæm og sveigjanleg lausn þar sem greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnað, uppfærslu- og þjónustugjöld ásamt hýsingu í fullkomnu tækniumhverfi.

Hvern hefði grunað fyrir fáeinum árum að allt yrði komið í skýin. Hér erum við ekki að tala um litla skýjahnoðra, heldur öflugan bókhalds- og viðskiptahugbúnað, Office 365, viðskiptatengslanet, sjávarútvegs-, sveitarfélaga- og verslunarkerfi ásamt fjölda annarra lausna.

Wise og Icedistribution undirrita samstarfssamning um sölu á Microsoft skýjalausnum

Wise og Icedistribution hafa undirritað samstarfsamning um sölu á Microsoft skýjalausnum. Með því bætast við nýir valkostir í „skýja-flóruna” og Wise eykur jafnframt framboð þjónustuþátta til viðskiptavina sinna. Meðal lausna í skýinu er aðgangur að Microsoft Dynamics NAV, einu mest selda bókhaldskerfi á Íslandi í dag, hýsing og Microsoft lausnir á borð við Office 365, InTune og OneDrive.

Icedistribution

Icedistribution er nýtt og ört vaxandi fyrirtæki sem náð hefur mikilli útbreiðslu á evrópskum markaði. Höfuðstöðvarnar eru á Íslandi en fyrirtækið sérhæfir sig í þjónustu og dreifingu á hugbúnaði. Icedistribution er í eigu Crayon Holding í Noregi. Starfsmenn eru rúmlega 700 um allan heim.

Wise opnar skrifstofu í Noregi

Wise Blue AS

Wise Blue logoWise hefur nú opnað skrifstofu í Álasundi í Noregi undir merkjum Wise Blue AS.
Wise Blue sérhæfir sig í Microsoft Dynamics NAV og er aðaláherslan á lausnir fyrir sjávarútveginn og greiningartól (BI).

„Hjá Wise Blue starfa sérfræðingar með áralanga reynslu af Dynamics NAV. Aðaláherslan er á WiseFish, lausnir fyrir sjávarútveginn, sem nú þegar eru í notkun hjá mörgum af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum víðs vegar um heiminn. Við höfum miklar væntingar til framtíðarinnar og hlökkum til að herja á nýjan markað.“, segir Hrannar Erlingsson, framkvæmdastjóri Wise lausna á Íslandi.

Wise safnar áheitum fyrir WOW Cyclothon

Wiseguys logo

Wise keppir nú í fyrsta sinn í WOW Cyclothon og er liðið skipað af 10 starfsmönnum á höfuðborgarsvæðinu. Liðsmenn eru allir svo gott sem byrjendur en hafa unnið hörðum höndum að því að koma sér upp viðeigandi búnaði ásamt að stunda stífar æfingar síðastliðna mánuði. 

Keppnisskap einkennir liðsmenn okkar sem kalla sig WiseGuys og mæta til keppni full af orku og metnaði um að gera sitt allra besta.

WOWLiðsmenn WiseGuys:

• Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir
• Halldóra Íris Sigurgeirsdóttir
• Elísabet Sara Emilsdóttir
• Halldór Ragnar Guðjónsson
• Heiðdís Haukdal Reynisdóttir
• Jóhann Ófeigsson
• Sif Rós Ragnarsdóttir
• Skúli E.H. Bjarnason
• Þorsteinn Hallgrímsson
• Tjörvi Jóhannsson

Framúrskarandi fyriræki 2014

FF Undirskriftir ISLCreditinfo staðfestir hér með að Wise lausnir ehf. er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2014

Af tæplega 34.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi uppfylla 577 skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika.
Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo.

Skilyrðin eru:

  • Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
  • Líkur á alvarlegum vanskilum þess eru minni en 0,5%
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð
  • Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo

Wise lausnir ehf. er á meðal 1,7% íslenskra fyrirtækja sem standast þær kröfur.

Wise til fyrirmyndar

Wise er söluaðili Microsoft Dynamics NAV á Íslandi og er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á bókhald, ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Kerfi Wise eru í notkun hjá mörgum af stærri fyrirtækjum landsins. 

Wise hefur hlotið fjölda viðurkenninga frá Microsoft fyrir starfsemi sína, þ.á.m. samstarfsaðili ársins. Creditinfo staðfestir að Wise sé í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi og á síðasta ári fékk Wise viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki VR.

VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2014Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo