Fréttir

Við verðum í Boston að sýna WiseFish

Seafood expo north america

Við verðum á Seafood Expo í Boston 6. - 8. mars.

 Bostoneveningbridge

Wise tekur þátt í alþjóðlegri sjávarútvegssýningu í Boston í samstarfi við Íslandsstofu.

Við verðum með heitt á könnunni og sýnum nýjustu útgáfuna af WiseFish sem býr yfir auknum sveigjanleika og veitir viðskiptavinum enn betri kost á að aðlaga kerfið að þeirra þörfum. Núna gefur WiseFish aukna möguleika á tengingum við vefþjónustur, spjaldtölvur, handtölvur og snjallsíma sem og Wise Peripherals (jaðartæki) sem tala við vogir, vinnslulínur og önnur jaðartæki. Útgáfan er nútímalegri og viðmótið meira í samræmi við það sem þekkist frá Microsoft.

 Kíkið endilega á básinn til okkar, nr. 2065.

Sjá frétt Íslandsstofu hér:

Promote Iceland

 

Framúrskarandi fyrirtæki 2015

Framurskarandi fyrirtaekiISL 5cm

Creditinfo hefur staðfest að Wise lausnir ehf. er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2015.

Núna uppfylla 682 fyrirtæki á Íslandi skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika.
Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

  • Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár.
  • Líkur á alvarlegum vanskilum þess eru minni en 0,5%.
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð.
  • Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð.
  • Rekstrarform ehf., hf. eða svf.
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð.
  • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð.
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá.
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo.