Fréttir

Nýr skólastjóri Wise skólans

Haustönn Wise skólans er að hefjast með nýjan skólastjóra í fararbroddi.

Ragna Sveinsdóttir 30 ára viðskiptafræðingur hefur tekið við sem skólastjóri Wise skólans. Hún útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2011. Síðasta skólaárið vann hún sem ráðgjafi hjá Wise í hlutastarfi en hóf fullt starf að námi loknu.

GO1808 2016 0109cropped01 Edit

Wise skólinn mun eins og áður bjóða upp á metnaðarfull námskeið fyrir byrjendur og lengra komna þar sem kennarar leggja áherslu á að auka skilning og færni í Microsoft Dynamics NAV auk sérkerfa Wise.

Nemendur fá góðar kennslubækur sem nýtast vel að loknu námskeiði og hjálpa til að viðhalda því sem kennt var á námskeiðinu. Í haust mun Wise skólinn bjóða upp á námskeið í nýjustu útgáfunni NAV 2016. Að auki bjóðum við upp á námskeið í eldri kerfum þannig að allir ættu að finna námskeið sem hentar hverju sinni.