Fréttir

Wise er framúrskarandi fyrirtæki

 Jon Heidar creditinfo

Við glöddumst með Framúrskarandi fyrirtækjum í Eldborg Hörpu miðvikudaginn 23. október þar sem Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar fyrir rekstrarárið 2018.

Greining Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum er nú unnin í tíunda sinn og eru Framúrskarandi fyrirtæki 2019 um 2% íslenskra fyrirtækja. Meðal þeirra sem fram komu á viðburðinum voru Brynja Bald­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Cred­it­in­fo, Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­málaráðherra.

Jón Heiðar Pálsson sviðstjóri Sölu og markaðssviðs Wise tók við Framúrskarandi viðurkenningu fyrir okkar hönd.

Húsfyllir á Sveitarfélagaráðstefnu Wise

A MG 1470

Sveitarfélagaráðstefna Wise var haldin þann 18. október í Háteig á Grand Hótel. Húsfyllir var á ráðstefnunni og fór vel á með fólki. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár fyrir notendur Sveitarstjóra sem er sérkerfi frá Wise fyrir Sveitarfélög.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akranesbæjar setti ráðstefnuna, og lagði út frá sinni reynslu sem bæjarstjóri á Akranesi. Eftir það tók Valur Guðlaugsson ráðgjafi í Sveitarstjóralausnum Wise við og kynnti möguleika sveitagáttarinnar sem er miðja Sveitarstjóra fyrir samskipti við vefumsóknir og kerfi frá þriðja aðila, einkum vegna reikningagerðar og/eða upplýsingar og nýting á frístundastyrk.

Sjávarútvegsráðstefnan 2019

191021 sjvrtvrst small

Wise tekur þátt í Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin verður 7.-8. nóvember næstkomandi. 

Markmið sjávarútvegsráðstefnunnar er að ná saman á einum stað þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn. Sjávarútvegsráðstefnan er vettvangur þar sem menn hittast, styrkja sambönd og samstarf í greininni. Á ráðstefnunni er fjallað um mikilvæg viðfangsefni á sviði sjávarútvegs og vonast er að hún verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér.

Sveitarfélagaráðstefna Wise 18. október

sveit

Sveitarfélagaráðstefna Wise verður haldin í Háteig, 4. hæð á Grand Hótel þann 18. október nk. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár fyrir notendur Sveitarstjóra sem er sérkerfi frá Wise fyrir Sveitarfélög. Starfsfólk Wise fer yfir helstu breytingar og nýjungar. Í ár opnar Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akranesbæjar ráðstefnuna, en Akranes hefur notið Sveitarstjóra Wise í þónokkur ár. 

Góð stemning á Fjármálaráðstefnu Sveitarfélaga

191004 karl jon sm cr

Wise tók þátt í Fjármálaráðstefnu Sveitarfélaga sem fór fram daganna 7-8 október sl. Ráðstefnan er haldin ár hvert og Sveitastjórahópur Wise hefur tekið þátt frá upphafi. Mikill fjöldi sveitarstjórnarfólks mætir ár hvert til að fræðast um hvað er framundan í fjármálum sveitarfélaga, sem og að hitta mann og annan og bera saman bækur sínar. Samband Íslenskra Sveitafélaga á heiður skilið fyrir skipulag og þjónustu í tengslum við ráðstefnuna. Okkur þótti vænt um að hitta nýja, núverandi og verðandi viðskiptavini okkar á ráðstefnunni, og hlakkar til að vera með að ári. 

Nýir eigendur að hugbúnaðarfyrirtækinu Wise

AKVA Centara Wise II

Fréttatilkynning

Centara ehf. hefur fest kaup á upplýsingatækni fyrirtækinu Wise Lausnir ehf., stærsta sölu- og þjónustuaðila hér á landi á Microsoft Dynamics NAV viðskiptabúnaði. Hjá Wise starfa um 75 sérfræðingar í þróun hugbúnaðar, ráðgjöf og þjónustu. Wise var áður í eigu AKVA group í Noregi. Eigandi Centara ehf. er Hugbúnaður hf. sem er í eigu starfsmanna og Vörðu Capital ehf.