Fréttir

Wise tekur þátt í Brussel Seafood Global 2018


180416 hj jh sm

Að vanda verður WiseFish teymið á sínum stað á Sjávarfangs sýningunni í Brussel frá 24. apríl til 26. apríl 2018. WiseFish teymið samanstendur af Jóni Heiðari Pálssyni og Hallgerði Jónu Elvarsdóttur og hafa þau nú til margra ára verið fastur punktur í tilveru margra á Brussel sýningunni. Wise básinn er staðsettur í Íslenska "þorpinu", Promote Iceland, á sýningunni í góðum félagsskap, en samfélagið skipa með Wise, Héðinn, Eimskip, Samskip, Valka, Skaginn 3X, Optimar og Borgarplast

WiseFish básinn er sýningarrými 4, #6127-4. Okkur hlakkar til að kynna fyrir þér helstu nýjungar sem við bjóðum uppá í WiseFish lausn okkar þar sem nýtt vöruhúsakerfi leikur eitt af aðalhlutverkunum. 

Nánari upplýsingar gefur Hallgerður Jóna Elvarsdóttir sölustjóri sjávarútvegslausna hjá Wise í síma 545 3200. Tölvupóstur: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kynning á GDPR fyrir eldri útgáfur af Microsoft Dynamics NAV

GDPR

 

 

 

 

Það hefur nú varla farið fram hjá neinum að ný persónuverndarlög taka gildi í maí nk. sem fela í sér tölverða breytingu á núverandi löggjöf er snertir verndun gagna.

Með löggjöfinni er gerð ríkari krafa á að fyrirtæki viti hvernig gögn þau eru að vinna með, hvar þau liggja og hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja öryggi þeirra.
Mikið magn af persónuupplýsingum er tengjast viðskiptavinum, söluaðilum og starfsmönnum eru geymd í Microsoft Dynamics NAV og stóra spurningin er „Hvernig getum við haft gögnin okkar örugg og jafnframt uppfyllt kröfur nýju persónuverndarlaganna?“

Haldinn var fundur þann 16. mars til að til að upplýsa og kynna fyrir okkar viðskiptavinum lausn sem þróuð hefur verið sérstaklega fyrir eldri útgáfur af Dynamics NAV (2013 og eldri). Sjá nánar bækling (EN)

Á kynningunni héldu erindi Linda B. Stefánsdóttir, sem er sérfræðingur GDPR mála hjá Crayon. Hún fjallaði stuttlega um nýju löggjöfina og fór yfir hvernig við getum í sameiningu aðstoðað ykkur í öllu ferlinu. Einnig tóku til máls sérfræðingar í málefninu, Jualian Dalton og Charles Singleton frá fyrirtækinu navgdpr.

Til að nálgast kynningarnar, og fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við söludeild Wise: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Wise skarar fram úr

Síðastliðin átta ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar.
Við hjá Wise erum stolt af því að vera í hópi „Framúrskarandi fyrirtækja“ árið 2017 en aðeins 2,2% íslenskra fyrirtækja uppfylltu þau skilyrði.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

FF2014 2017 lodrett• Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
• Er í lánshæfisflokki 1-3
• Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð
• Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð
• Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú síðustu rekstrarár
• Eignir a.m.k. 90 m.kr. á síðasta rekstrarári og 80 m.kr. tvö rekstrarár þar á undan
• Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
• Fyrirtækið er virkt samkvæmt. skilgreiningu Creditinfo

Góð samvinna er lykillinn að árangri.

framurskarandi 2018

 

 

Áramótavinnslur

Við minnum á leiðbeiningar sem við höfum útbúið vegna þess sem gera þarf í Dynamics NAV um áramótin.
Einnig er hér að finna leiðbeiningar vegna áramóta í Launakerfi Wise.

Skjölin eru einnig að finna inn á heimasíðu Wise undir kynningarefni sem og á þjónustuvefnum okkar undir handbókum.

Með kveðju,
starfsfólk Wise
 

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við erum einnig með síma: 545 3232

Wise styrkir Bleiku slaufuna

bleika slaufanBleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Wise styrkir Krabbameinsfélagið með kaupum á bleiku slaufunni fyrir starfsfólk fyrirtækisins.

Þetta er í s
jötta skipti sem Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra gullsmiða halda samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar. Sigurverari að þessu sinni var asa iceland en Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður og hönnuður hannaði slaufuna. Skartgripir asa iceland eru seldir í skartgripaverslunum víða um land og eru þekktir fyrir stílhreina og vandaða hönnun.

Sú hefð hefur skapast að fjölmargir safna slaufunni ár frá ári og hróður íslenskra hönnuða berst langt úr fyrir landssteinana.

Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár rennur til Ráðgjafarþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga um allt land sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Kynnið ykkur málið nánar

Wise styrkir Bleiku slaufuna