Fréttir

Vantar þig miða á Boston Seafood Expo?

boston bordi vef

Vantar þig miða?

Wise tekur að venju þátt í sjávarútvegssýningunni "Boston Seafood Expo" dagana 11. - 13. mars 2018.

Við hlökkum til að sjá sem flesta í bás #2065 þar sem við kynnum nýjustu útgáfu af WiseFish sem inniheldur m.a.: vinnslu, gæðastjórnun, sölu, dreifingu og fullkominn rekjanleika.

Miðinn þinn
Wise býður viðskiptavinum að nota afsláttarkóða við skráningu sem tryggir aðgang að sýningunni endurgjaldslaust.

Afsláttarkóðinn er 205819

Skránig á vefsíðu sýningarinnar eða við komu. 

Um 1340 fagaðilar frá 50 koma saman á stærstu sjávarútvegssýningu Norður Ameríku til að sýna og selja framleiðslu sína.

Nánari upplýsingar:
Hallgerður Jóna Elvarsdóttir, sölustjóri sjávarútvegslausna Wise í síma: 545 3263, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

 

 

Wise skarar fram úr

Síðastliðin átta ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar.
Við hjá Wise erum stolt af því að vera í hópi „Framúrskarandi fyrirtækja“ árið 2017 en aðeins 2,2% íslenskra fyrirtækja uppfylltu þau skilyrði.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

FF2014 2017 lodrett• Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
• Er í lánshæfisflokki 1-3
• Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð
• Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð
• Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú síðustu rekstrarár
• Eignir a.m.k. 90 m.kr. á síðasta rekstrarári og 80 m.kr. tvö rekstrarár þar á undan
• Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
• Fyrirtækið er virkt samkvæmt. skilgreiningu Creditinfo

Góð samvinna er lykillinn að árangri.

framurskarandi 2018

 

 

Áramótavinnslur

Við minnum á leiðbeiningar sem við höfum útbúið vegna þess sem gera þarf í Dynamics NAV um áramótin.
Einnig er hér að finna leiðbeiningar vegna áramóta í Launakerfi Wise.

Skjölin eru einnig að finna inn á heimasíðu Wise undir kynningarefni sem og á þjónustuvefnum okkar undir handbókum.

Með kveðju,
starfsfólk Wise
 

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við erum einnig með síma: 545 3232

Wise styrkir Bleiku slaufuna

bleika slaufanBleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Wise styrkir Krabbameinsfélagið með kaupum á bleiku slaufunni fyrir starfsfólk fyrirtækisins.

Þetta er í s

jötta skipti sem Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra gullsmiða halda samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar. Sigurverari að þessu sinni var asa iceland en Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður og hönnuður hannaði slaufuna. Skartgripir asa iceland eru seldir í skartgripaverslunum víða um land og eru þekktir fyrir stílhreina og vandaða hönnun.

Sú hefð hefur skapast að fjölmargir safna slaufunni ár frá ári og hróður íslenskra hönnuða berst langt úr fyrir landssteinana.

Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár rennur til Ráðgjafarþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga um allt land sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Kynnið ykkur málið nánar

Wise styrkir Bleiku slaufuna

Nils Sperre AS innleiðir WiseFish

Wise Blue í Noregi lauk á dögunum formlega innleiðingu á WiseFish fyrir Nils Sperre AS.

WiseFishKakaNils Sperre AS velur WiseFish og Dynamics NAV frá Wise Blue AS í Noregi

Nils Sperre AS, stofnað árið 1923, er eitt af leiðandi fiskvinnslu- og sjávarútvegsfyrirtækjum í Noregi með áherslu á uppsjávarfisk, sjófrystan fisk, saltfisk og steinbít.

Nils Sperre AS valdi WiseFish, byggt á Microsoft Dynamics NAV, sem hugbúnaðarkerfi fyrir heildarlausnir sínar í framleiðslu-, sölu-, innkaupa-, birgða- og fjármálakerfi.

Innleiðingu lauk þann 1. september.

Auk WiseFish nýtir Nils Sperre sér einnig önnur kerfi s.s.: fjárhag, erlenda gjaldmiðla, flutningakerfi, tollakerfi, framvirka samninga og Wise Analyzer skýrslugerðar- og greiningartól ásamt samþættingu við aðrar hugbúnaðarlausnir fyrirtækisins.  

“Við höfum unnið þétt saman að þessu krefjandi verkefni. Velgengni við innleiðinguna á hugbúnaðinum byggist á góðu samstarfi milli Nils Sperre AS og Wise Blue. Með verkefninu höfum við styrkt WiseFish og gert það að betri hugbúnaðarlausn fyrir sjávarútveginn með fjölda nýrra eiginleika”, segir Wise Blue teymið.

Við óskum Nils Sperre AS til hamingju með WiseFish og óskum þeim velfarnaðar. 

Hér er linkur á fréttina frá Wise Blue á norsku.

WiseBlue 1504