Fréttir

Dagskrá Wise skólans í apríl og maí

wise skolinn sm

Fjölbreytt námskeið eru framundan og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Nánari upplýsingar og skráning á námskeið í apríl og maí.

Sérfræðingar Wise búa yfir áralangri reynslu bæði af kennslu í NAV og notkun á kerfinu úti í atvinnulífinu. Námskeiðin auka möguleika á skjótum og skilvirkum vinnubrögðum. Nemendur fá góðar kennslubækur sem nýtast vel að loknu námskeiði og hjálpa til að viðhalda því sem kennt var á námskeiðinu.

Skýjalausnir Wise aldrei öflugri

jhp sm

Wise hefur um 20 ára skeið verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir fjölda fyrirtækja hérlendis og erlendis. Auðvelt er að aðlaga hugbúnaðinn hverju fyrirtæki fyrir sig en sérlausnir Wise svo sem laun, banki, innheimta og WiseFish eru í raun allsherjarlausn sem notar Microsoft Dynamics NAV, nú í nýrri útgáfu sem kallast Microsoft Dynamics 365 Business Central eða Business Central (BC). Wise vinnur nú að því að uppfæra núverandi viðskiptavini í nýjustu útgáfur staðlaðra kerfa og sérkerfa Wise. Starfsmenn Wise á Íslandi eru yfir 80 með um 2.500 viðskiptavini um allan heim en Wise hefur verið leiðandi í sölu viðskiptahugbúnaðar frá árinu 1995.

Wise er stoltur gullstyrktaraðili UTmessunnar

utmessan

Starfsfólk Wise mun kynna sérlausnir fyrirtækisins auk þess að sýna NAV 2018 og aðrar nýjungar á UTmessunni í Hörpu dagana 8.-9. febrúar. Wise er stoltur gullstyrktaraðili UTmessunnar 2019.

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

WiseFish annast utanumhald veiða

181115 vb timaritfiskifretta 800

Wise hefur um 20 ára skeið verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg og þjónustar fjölda fyrirtækja innanlands sem utan. WiseFish hugbúnaðurinn hefur verið í þróun í 30 ár og fyrst og fremst verið verið framleidd fyrir innlenda markað. Seinni ár hefur hróður hugbúnaðarins borist víða og er viðskiptavini WiseFish nú að finna í Ástralíu, Suður-Ameríku, Noregi, Þýskalandi og víðar.