Fréttir

Leiðbeiningar til launafulltrúa um laun í sóttkví

Launakerfi leidbeiningar um laun sottkvi trsprnt

COVID-19 heimsfaraldurinn hefur margvíslegar afleiðingar sem hefur kallað á öflug viðbrögð stjórnvalda. Á meðal viðbragða stjórnvalda er endurgreiðsla ríkisins á launakostnaði starfsmanna í sóttkví. Í stuttu máli eru reglurnar þannig að ríkið endurgreiðir kostnað við sóttkví að því er snertir laun starfsmanns ef fjarvinnu verður ekki við komið. Endurgreiðslan er einungis af launahlutanum en ekki launatengdum gjöldum. Ákvæðið gildir frá 1. febrúar til 30. apríl næstkomandi.

Við höfum útbúið leiðbeiningar fyrir launafulltrúa og sendum út tölvupóst í gær til hlutaðeigandi aðila. Ef þú hefur ekki fengið póstinn sendan getur þú sent okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að nálgast leiðbeiningar um hvernig hægt er að nýta launakerfi Wise til að halda utan um launagreiðslur í samræmi við lagaákvæði stjórnvalda.

Microsoft Teams, frí prufuáskrift í 6 mánuði.

microsoft teams

Næstu vikur og mánuðir verða krefjandi fyrir íslenskt atvinnulíf. Fyrirtæki hafa orðið við tilmælum almannavarna varðandi varúðarráðstafanir vegna COVID-19. Hluti af viðbragðsáætlun margra fyrirtækja er að skipta upp vinnustöðum til að lágmarka hættu á smiti á milli starfsmanna. Samhliða því hafa atvinnurekendur, sem hafa tök á, hvatt starfsfólk til að vinna að heiman.

Við þessar aðstæður er mikilvægt að kynna sér lausnir sem auðvelda fyrirtækjum samskipti og samvinnu starfsfólks. Teams er samvinnulausn frá Microsoft sem við hjá Wise notum og hefur gagnast okkur vel í fjarvinnu og samvinnu teyma. Með Microsoft Teams getur þú boðið samstarfsmönnum í spjall og myndfundi, deilt og unnið saman í skjölum tengdum verkefnum og haldið fjarfundi með stórum hópum svo eitthvað sé nefnt.

Microsoft hefur ákveðið að bjóða fría prufuáskrift á Teams í 6 mánuði til að gera sem flestum kleift að stunda fjarvinnu á einfaldan máta.

Viðbragðsáætlun Wise vegna COVID-19 veirusýkingar

Wise vill leggja sitt af mörkum til að verjast útbreiðslu kórónaveirunnar og hefur framkvæmdastjórn félagsins virkjað viðbragðsáætlun til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina með það að leiðarljósi að sem minnst rask verði á þjónustu og lykilstarfsemi Wise á óvissutímum. Hluti af þeim aðgerðum er að takmarka aðgengi að skrifstofum Wise og auka hlutfall starfsfólks sem vinnur í fjarvinnu. Fundir og aðstoð við viðskiptavini mun að mestu fara fram í gegnum Microsoft Teams og TeamViewer.  

Við höfum samhliða þessu tekið þá ákvörðun að fresta öllum námskeiðum sem stóð til að yrðu á dagskrá næstu vikur. Við munum tilkynna þegar við getum hafið námskeiðshald aftur. Sé þess óskað þá er sjálfsagt að taka fyrir kennslu í einstaka hlutum í gegnum síma og TeamViewer eða Microsoft Teams. Endilega hafið samband í síma 545-3200 sé þess óskað og við gerum okkar besta til að leysa úr því.  

Starfssemi þjónustuborðs Wise er óbreytt. Sími þjónustuborðs er 545-3232, sími þjónustuborðs Sveitafélaga er 545-3210 en við  mælum einnig með því að þjónustubeiðnir séu sendar með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir Sveitarfélög og almennar beiðnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Wise tekur þátt í UTmessunni

UT 10ara w

Við verðum á UTmessunni 7. og 8. febrúar!
UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011.
Föstudaginn 7. febrúar er ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni. Laugardaginn 8. febrúar er opið fyrir almenning á sýningu á tölvugeiranum.