Fréttir

WiseFish annast utanumhald veiða

181115 vb timaritfiskifretta 800

Wise hefur um 20 ára skeið verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg og þjónustar fjölda fyrirtækja innanlands sem utan. WiseFish hugbúnaðurinn hefur verið í þróun í 30 ár og fyrst og fremst verið verið framleidd fyrir innlenda markað. Seinni ár hefur hróður hugbúnaðarins borist víða og er viðskiptavini WiseFish nú að finna í Ástralíu, Suður-Ameríku, Noregi, Þýskalandi og víðar.

„WiseFish hugbúnaðurinn annast utanumhald veiða og veiðiaðferða, hversu miklu er landað og hvaða tegundum. Einnig nýtist hugbúnaðurinn til að vakta kvótastöðu og halda utan um framleiðsluferla. Hægt er að tengja WiseFish við önnur kerfi eins og Innova hugbúnað frá Marel og má láta kerfið tala við jaðartæki, s.s. vogir og handtölvur,“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Wise, og bætir við að kerfið bjóði upp á mikla möguleika á að rekja feril afurða frá veiðum í gegnum vinnslu- og söluferli og alla leið til neytandans.

Wise er framúrskarandi fyrirtæki 2018

jhp

Við glöddumst með Framúrskarandi fyrirtækjum í Eldborg Hörpu miðvikudaginn 14. nóvember þar sem Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar fyrir rekstrarárið 2017.
Á listanum þessu sinni eru 857 fyrirtæki eða 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir flutti ávarp og afhenti Nox Medical sérstök verðlaun fyrir nýsköpun og Eflu verkfræðistofu ehf. verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í samfélagsábyrgð.

Jón Heiðar Pálsson sviðstjóri Sölu og markaðssviðs Wise tók við Framúrskarandi viðurkenningu fyrir okkar hönd. Takk fyrir góða stund í Hörpunni. 

 

Skráning hafin á námskeið í Wise skólanum

Sniðmát fyrir topp WiseSkolinn 2017 09 600px

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið haustannar 2018 í Wise skólanum á wise.is

Wise skólinn býður upp á spennandi námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.

Fjölbreytt námskeið eru í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við bjóðum m.a. upp á námskeið í eftirtöldum flokkum, Microsoft Dynamics NAV, Viðskiptalausnum Wise og Viðskiptagreind ásamt Þjónustulausnum s.s. Sérfræðiverkbókhaldi.

Skoðaðu úrvalið hér

Forritarar framtíðarinnar heimsóttu Wise

IMG 1254 small

Wise tók á móti 22 stelpum úr Valhúsaskóla og kynnti fyrir þeim fyrirtækið og starfsfólk. Heimsóknin er liður í alþjóðlegu verkefni sem Háskólinn í Reykjavík leiðir hér og er átak til að hvetja konur til náms í tæknigreinum. Hluti af því er verkefnið „Stelpur og tækni“ þar sem stelpum úr 9. bekkjum grunnskóla er boðið í háskólann og jafnframt í tæknifyrirtæki.