Fréttabréf vorið 2017

 
Microsoft Dynamics NAV fyrir macOS
Við bjóðum nú upp á Microsoft Dynamics NAV fyrir macOS í gegnum vefviðmót fyrir Azure viðskiptavini. 

Viðskiptavinur fær glugga inn í hýsingarumhverfið þar sem að Dynamics NAV forritið er keyrt líkt og um Windows umhverfi sé að ræða.
Hægt er að tengjast WiseScan og Wise Analyzer með sambærilegum hætti.

 
Rekurðu vefverslun?
Þá gæti Vefbúðartenging Wise verið eitthvað fyrir þig.
Vefbúðartenging Wise er þjónusta sem gerir þeim er reka vefbúðir kleift að tengja verslunina beint við Dynamics NAV.

Útbúið er vefflokkatré í NAV sem síðan er „speglað“ yfir í vefbúðina. Þannig er hægt að stjórna uppbyggingu vefflokkatrés beint úr NAV og setja vörur í flokka. Einnig er hægt að breyta tilhögun vefflokkatrés hvenær sem er og uppfærist það samstundis í vefbúðinni.

Helstu kostir
 • Bein tenging við vöruuplýsingar í NAV
 • Hægt er að hanna og viðhalda vöruflokkatré í NAV
 • Sölupantanir myndast í NAV um leið og viðskiptavinur pantar á vef
 • Aðgangur að viðskiptamannalista í NAV
 • Auðvelt að tengja vörur og aftengja
 • Rauntímabirgðastaða
Allar nánari upplýsingar um vefbúðartengingu veitir söludeild Wise, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
 
Skoða bækling um Vefbúðartengingu  hérna.
 
NAV 2017
Kynnið ykkur nýjungar í NAV 2017
Eigindi vöru
Ýmsir nýir valkostir komu með nýju útgáfunni
Nýtt hlutverk:  Viðskiptastjórnandi
Nýtt hlutverk:  Verkefnastjóri
 
Wise tók þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel
dagana 25. - 27. apríl sl.
Á sýningunni var kynnt nýjasta útgáfan af WiseFish auk þess sem haldnir voru fundir með núverandi og tilvonandi viðskiptavinum. Um 25.000 fyrirtæki, frá um 144 löndum, tóku þátt til að sýna og selja framleiðslu sína.
 
 
Er tungan að vefjast fyrir þér?
Microsoft heldur úti þýðingarsíðu þar sem öll helstu reitaheiti o.s.frv. eru þýdd á fjölmörg tungumál. Áhugavert fyrir þá sem eru að kynna sér efni á öðrum tungum eða langar einfaldlega að bera saman NAV á framandi tungumálum.
 
Skoðaðu þýðingarsíðu Microsoft HÉR
 
 
Samantekt yfir efni fréttabréfsins
 • NAV fyrir macOS notendur 
 • Vefbúðartenging fyrir þá er reka vefverslanir.
 • Ný hlutverk í NAV 2017.
 • Sjávarútvegsráðstefnan í Brussel.
 • Microsoft Language Portal - Kynning á þýðingarsíðu Microsoft.
 
Þú getur uppfært póststillingarnar þínar hérna eða afskráð þig af póstlistanum.

Wise lausnir ehf.
Borgartún 26, 105 Reykjavík og
Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri.
Sími 545-3200  -  www.wise.is

Wise Vetrarbréf 2017

 
Wise kynnir Mími til sögunnar
Wise hefur tekið upp málakerfi til að auka gagnsæi og bæta þjónustu við viðskiptavini. Málakerfið hefur fengið nafnið Mímir. Þangað geta viðskiptavinir sent allar sínar fyrirspurnir og fylgst með úrvinnslu þeirra á einfaldan og skilvirkan hátt.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Stofna mál í Mími með tölvupósti
Leiðbeiningar
Senda má fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og fær sendandinn svar þar sem honum er úthlutað málanúmeri í Mími sem hann notar til að fylgjast með framgangi verksins í Mími málakerfi Wise.
Stofna mál í Mími í gegnum vafra
Leiðbeiningar
Nýtt mál er stofnað í Mími með því að skrá sig inn og ýta á New Ticket hnappinn. Þá opnast gluggi þar sem skrá þarf eftirfarandi upplýsingar:
 • Tölvupóstur sendanda
 • Efni /Subject
 • Lýsing á erindinu
 • Forgangur er valinn eftir því sem á við
 • Gott er að skrá útgáfu af Dynamics NAV ef hún er þekkt
 • Skjöl eru hengd við eftir þörfum
Erindið er sent með því að ýta á Submit hnappinn. Eftir þetta er hægt að fylgjast með málinu með því að skrá sig inn, annað hvort í gegnum póstinn eða í vafra.
Betri þjónusta, rekjanleiki beiðna og skilvirkari aðstoð við notendur með Mími, málakerfi Wise.
 
Við kynnum nýjungar í Bankasamskiptakerfinu
Innlestur á ógreiddum reikningum 
 • Hægt að sjá alla ógreidda greiðsluseðla fyrirtækisins.
 • Þegar greiðsluseðlar eru greiddir er kannað hvort greiðsluseðillinn sé til í lista yfir ógreidda reikninga og birtist athugasemd ef svo er ekki.
 • Hægt að stofna greiðslur beint úr lista yfir ógreidda greiðsluseðla.
 • Hægt að fletta upp OCR rönd úr lista yfir ógreidda greiðsluseðla.
Aukin sjálfvirkni (með búnaðarskilríki)
 • Sjálfvirkur gengisinnlestur
 • Sjálfvirkur innlestur á hreyfingum
 • Sjálfvirkur innlestur á stöðu bankareikninga
Bankaafstemming
 • Möguleikar á að velja færslur með því að smella í þær en ekki ljóma (sem er standard).
 • Nýir upplýsingareitir.
Erlendar greiðslur
 • Erlendar greiðslur fyrir Arion banka* 
 • Erlendar greiðslur fyrir Íslandsbanka* 
*Athugið að Erlendar greiðslur fyrir Arion banka og Íslandsbanka eru seldar sérstaklega;
þ.e. þær eru ekki hluti af þeirri uppfærslu sem lýst er hér.
Hafið samband 
Vinsamlegast hafið samband ef áhugi er á þessum viðbótum við Bankasamskiptakerfið. Áætlaður tími sem uppsetningin tekur eru 2-4 tímar.
Sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
 
Vantar þig stafrænar undirskriftir?
Hægt er að fá stafræna undirskrift fyrir ýmis skjöl sem setja má upp í NAV.

Undirskriftin vistast sem mynd (gif, bmp, png) og hægt er að setja hana í hvaða skýrslu sem er, eins og til dæmis í reikning.

 
Fyrir sveitarfélögin
Með aukinni samþættingu við Office 365 býðst nú að nota Word mun meira en áður sem hentar einkar vel í tengslum við Félagsmálastjórann. Hægt er að setja upp sniðmát, vista, geyma og breyta að vild.
 

Þegar útbúa þarf skjöl er handhægt að nota Word þar sem það er einfalt í notkun og uppsetningu. 
Vinsamlegast hafið samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.ef áhugi er á stafrænum undirskriftum eða óskað er eftir aðstoð við að setja upp sniðmát í Word.
 

Microsoft Dynamics NAV 2017

Nokkrar helstu nýjungar í NAV útgáfu 2017
 

- Breytingar í fjárhagsbókhaldi:

 • Flokkar fjárhagsreikninga 
 • Uppsetning eigna

- Auknir möguleikar í flokkun á vörum:

 • Ný svæði fyrir eigindi vöru.
 • Bættir vöruflokkar geyma nú sjálfgefin eigindi vöru.
 • Nýir möguleikar á framsetningu birgða.
- Power BI skýrslur nú aðgengilegar í NAV biðlara.
- Sölu- og birgðaspár með Cortana gervigreind.
- Mögulegt að gera vinnureikninga byggða á Outlook dagatali.
- Nýtt tilkynningarkerfi byggt á samhengi aðgerða.
- Fjölmargar breytingar á síðum og listum.
- Fleiri flýtileiðir í vef biðlara.
- Nýir CRM möguleikar, þ.m.t. nýtt hlutverk - Sölu- og venslastjóri.
- Fjöldinn allur af nýjum uppsetningar- og breytingaálfum (Wizards).
Blogg og fleira um nýja útgáfu - NAV 2017
Lesefni á ensku um nýja útgáfu - NAV 2017
Hlekkur á Jólamorgunverðarfund Wise þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í NAV 2017
 
Wise styrkir viðskiptatengsl sín á Sjávarútvegsráðstefnunni í Boston
- Líttu við á Bás #2065 -
Seafood Expo North America fer fram í Boston dagana 19.- 21. mars 2017. Wise tekur þátt í sýningunni en Íslandsstofa hefur umsjón með þjóðarbás Íslands þar sem nokkur íslensk fyrirtæki koma saman til að kynna vörur sínar og þjónustu.
Með samstarfi Íslandsstofu og viðskiptafulltrúa Íslands í Norður-Ameríku býðst framleiðendum og útflytjendum sjávarafurða ásamt fyrirtækjum í tengdum greinum og þjónustu aðstoð við kynningarstarf. Markmiðið er að koma á viðskiptasamböndum og auka sölu í Bandaríkjunum og Kanada.

Við bjóðum ykkur jafnframt að nota sérstakan kóða við skráningu sem tryggir aðgang að sýningunni ykkur að endurgjaldslausu.

Kóðinn er 204534.

 
Wise í hópi framúrskarandi fyrirtækja 2016
Síðastliðin sjö ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Að þessu sinni komust 624 fyrirtæki á listann af þeim rúmlega 35.000 sem skráð eru í hlutafélagaskrá.
Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?
 • Er í lánshæfisflokki 1-3
 • Rekstrarhagnaður (EBITA) jákvæð þrjú ár í röð
 • Ársniðurstaða jákvæð þrjú ár í röð
 • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
 • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
 • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
 • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
 • Skilað ársreikning fyrir 1. september 2016
 
 
Samantekt yfir efni fréttabréfsins:
 • Nýtt málakerfi kynnt, Mímir.
 • Nýjungar í Bankasamskiptakerfinu.
 • Stafrænar undirskriftir.
 • Sniðmát í Word.
 • Hvað er nýtt í Dynamics NAV 2017?
 • Hlekkur á Jólamorgunverðarfund Wise.
 • Sjávarútvegsráðstefnan í Boston.
 • Wise í hópi framúrskarandi fyrirtækja 2016.
 
Þú getur uppfært póststillingarnar þínar hérna eða afskráð þig af póstlistanum.

Wise lausnir ehf.
Borgartún 26, 105 Reykjavík og
Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri.
Sími 545-3200  -  www.wise.is