Wise verslunarlausnir

 • Vefbúðartenging Wise gerir þeim er reka vefbúðir kleift að tengja verslunina beint við NAV.

  Í NAV er útbúið vefflokkatré sem síðan er „speglað“ yfir í vefbúðina. Þannig er hægt að stjórna uppbyggingunni beint úr NAV og setja vörur í flokka. Einnig er hægt að breyta tilhögun vefflokkatrés hvenær sem er og uppfærist vefflokkatréð samstundis í vefbúðinni.

  Helstu kostir

  -          Bein tenging við vöruuplýsingar í NAVvefbúðArtworkcrop 300 3

  -          Hægt er að hanna og viðhalda vöruflokkatré í NAV

  -          Sölupantanir myndast í NAV um leið og viðskiptavinur pantar á vef

  -          Aðgangur að viðskiptamannalista í NAV

  -          Auðvelt að tengja vörur og aftengja

  -          Rauntímabirgðastaða 


  Sölur streyma beint í NAV

  Vefbúðartengingin tekur við sölum þegar viðskiptavinur kaupir í vefbúðinni. Salan er þá mynduð í NAV með öllum nauðsynlegum upplýsingum.


  Vöruupplýsingar

  Vöruupplýsingar innhalda t.d. vörunúmer, vörulýsingu, myndir, einingarverð og birgðastöðu. Hægt er að sækja birgðastöðu niður á birgðageymslu.


  Upplýsingar um viðskiptamenn

  Auðvelt er að sækja upplýsingar um viðskiptamenn í NAV með uppflettingu á kennitölu og einnig er hægt að stofna nýja.


  SOAP vefþjónustustaðall

  Samskipti við vefbúðartengingu fer fram í gegnum SOAP vefþjónustu staðalinn og er uppsetningin einföld. Upplýsingar um vefþjónustu- slóðir eru sýnilegar og hægt að senda til uppsetningaraðila vefbúðar. 

   

  Skoðið bækling hérna.

   Vefverslun, vefbúðartenging

   

 • Wise POS er sérlausn Wise fyrir smásala, heildsala og þjónustufyrirtæki og er innbyggð lausn í Dynamics NAV. Markmið með lausninni er að bjóða eina heildarlausn þar sem einn og sami þjónustuaðilinn sér bæði um bókhaldskerfið og afgreiðslukerfið og sparar með því bæði tíma, kostnað og tengingar á milli kerfa. Kerfið er tvískipt í afgreiðsluglugga og greiðsluglugga, en hægt er að nota greiðslugluggan til borgunar á greiddum reikningum.

  Einfalt í notkun

  Við hönnun kerfisins var leitast við að gera það einfalt í notkun, rekstri og uppsetningu og að fljótlegt væri að kenna starfsfólki á þá virkni sem kerfið hefði upp á að bjóða.  Sölumenn nota aðgangsorð til að skrá sig inn í kerfið, en með því er öryggi og rekjanleiki tryggður. Hver sölumaður hefur aðeins þá sýn og aðgang sem honum er ætlað varðandi gerð kreditreikninga, afslætti, breytinga á vöruverði og annað slíkt.

  Skrifað ofan á NAV

  Wise Pos er skrifað ofan á staðlaða virkni í Dynamics NAV, og hefur þá kosti að það nýtir sér alla þá möguleika sem birgðakerfið, sölukerfið, viðskiptamenn, víddir o.fl. hafa upp á að bjóða t.a.m. tilboð, vöruverð, afsláttarflokka viðskiptamanna og margt fleira. Breytingar á forsendum flæða á milli kerfanna sem gefur möguleika á öruggari greiningum gagna og skýrslum.
  Með Wise Pos lausninni er hægt er að nota snertiskjá eða mús, allt eftir því hvað notandinn kýs.

  Ánægðir viðskiptavinir

  Meðal viðskiptavina sem nýta sér WisePos afgreiðslukerfið má m.a. nefna: Sjónvarpsmiðstöðina, Heimilistæki, Hringrás, Eirberg, Vodafone og B&L.

Hafðu samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Að baki liggur áralöng reynsla í sölu og þjónustu við Dynamics NAV. Við getum aðstoðað þig.

Björn Þórhallsson, sölustjóri Viðskiptalausnir
bjorn (@) wise.is - 545 3209 | 698 1500

Andrés Helgi Hallgrímsson 
andres (@) wise.is - 5453253 | 6178300