Skip to main content Skip to footer

Microsoft Dynamics Business Central

Alhliða viðskipta- og bókhaldskerfi í mánaðarlegri áskrift

Business Central er alhliða viðskiptakerfi í skýinu sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Kerfið veitir heildstæða yfirsýn yfir reksturinn með því að tengja saman gögn úr fjárhagi, innkaupum, birgðastjórnun, sölu og þjónustu við viðskiptavini.

Með Business Central ásamt sérkerfum Wise færðu heildstæða viðskiptalausn sem gerir þér kleift að reka fyrirtækið þitt, stofnun eða sveitarfélag í einni og sömu skýjalausninni.

Þú einfaldlega velur þann pakka sem hentar þínum rekstri og færð upplýsingar um áætlaðan kostnað við áskrift og innleiðingu.

Náðu nýjum hæðum

Viðskiptalausnin sem vex með þér

Reglulegar uppfærslur

Í skýjaumhverfi (SaaS) Microsoft færðu alltaf nýjustu útgáfu af Business Central og eru sérkerfi Wise aðgengileg um leið og þau koma út.

Auðvelt aðgengi

Business Central er aðgengilegt í gegnum vafra eða með Business Central appinu sem gerir þér kleift að nálgast gögnin þín hvar og hvenær sem er.

Yfir 35 sérkerfi í AppSource

Wise hefur þróað yfir 35 sérkerfi (e. apps) sem viðbót við Business Central og eru þau aðgengileg í gegnum Microsoft AppSource. Þú bætir við þeim sérkerfum sem henta þínum rekstri.

Sérkerfi Wise á AppSource

Örugg vistun og afritun

Vistun og afritun gagna á sér stað í öruggu skýjaumhverfi Microsoft.

Sveigjanleg áskrift

Þú hefur alltaf þann kost að stækka eða minnka þína mánaðarlegu áskrift með því að breyta fjölda notenda eða kaupa ódýrari leyfi gegn bindingu.

Reiknaðu þína áskrift

Fjölmargar samþættingar

Business Central tilheyrir stórri fjölskyldu Microsoft lausna sem allar tala saman. Það er lítið mál að tengja kerfið við vinsælar lausnir á borð við Office 365, Microsoft CRM, Teams og Power BI.

Gervigreindin léttir undir

Microsoft Copilot sparar starfsfólki dýrmætan tíma og auðveldar dagleg störf, t.d. við skýrslugerð, gagnagreiningu, skrifa vörulýsingar, spyrja um vörustöðu á lager og miklu fleira.

Rafvæðing ferla og sjálfvirkni

Með Microsoft Power Platform má með einföldum hætti rafvæða ýmsa ferla, t.d. öpp í stað gátlista, app fyrir vörutalningu o.fl. eða sjálfvirknivæðing á stofnun reikninga eða meðhöndlun á innkaupareikningum.

Blogg

Fyrirsjáanleiki í kostnaði er mikilvægur í rekstri fyrirtækja

Fyrirtæki þurfa ekki að óttast óvæntan kostnað við rekstur og notkun skýjaumhverfis. „Með skýjalausn geta fyrirtæki treyst því að vera alltaf með nýjustu útgáfuna af t.d. Business Central sem þýðir að ekki þarf að áætla stórar hugbúnaðaruppfærslur fram í tímann, sem geta verið ansi þungar og kostnaðarsamar. Með því að vera með reksturinn og tölvukerfin í skýinu eru slíkar áhyggjur úr sögunni, því uppfærslur verða oftar og eru minni.

Við erum stoltur gull samstarfsaðili Microsoft

Sem gull samstarfsaðili höfum við staðist ítrustu kröfur Microsoft og tilheyrum hópi fyrirtækja sem búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á lausnum Microsoft.

Þá þekkingu notum við til að aðstoða okkar viðskiptavini við val á lausnum, innleiðingu og þjónustu.

 

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.