Dynamics NAV

Wise sérhæfir sig í Microsoft Dynamics 365 Business Central (áður Microsoft Dynamics NAV) sem er alhliða viðskipta- og bókhaldskerfi með kunnuglegu Office notendaviðmóti. 

Mikil reynsla býr að baki þróunar kerfisins og í dag er það notað af yfir 100.000 fyrirtækjum og stofnunum eða yfir 1.000.000 notendum í rekstri sínum. Bókhaldskerfið hentar meðalstórum og stórum fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum s.s. í verslun og þjónustu, heildsölum, smásölum, framleiðslu og dreifingu.

Phone with nav appHjá Wise starfa um 80 sérfræðingar í Dynamics Business Central (NAV), ráðgjafar og forritarar sem búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af uppsetningu og innleiðingu á kerfinu. 

Helsti styrkur Wise eru vottaðar sérlausnir fyrir Business Central s.s. viðskiptalausnir og fjárhagslausnir: bankasamskipti (sjálfvirkar afstemmingar, inn- og útborganir), innheimtukerfi, rafrænir reikningar, uppgjörskerfi, laun, verslunarkerfi, tenging við þjóðskrá, ferðauppgjör, tenging við RSK vegna virðisauka, samþykkt og skönnun reikninga o.fl.
Aðrar vinsælar sérlausnir Wise eru sjávarútvegskerfi, sveitarfélagakerfi, greiningartól fyrir stjórnendur / viðskiptagreind, verkbókhald, vöruhúsakerfi o.fl.

Hugbúnaðinn má kaupa eða leigja í áskrift eftir hvað hentar rekstrinum.

Samþætting Business Central og Office 365 gerir tölvupóstinn og Outlook dagbókina hluta af bókhaldskerfinu. Word og Excel skýrslur auk .PDF eru einnig hluti af stöðluðu kerfi Business Central og Office 365.

Biðlari Business Central er fáanlegur fyrir Windows, vef, spjaldtölvur, snjallsíma og SharePoint, allt eftir hvað hentar notandanum hverju sinni. Með því að leigja eða nýta Microsoft Azure skýið fyrir hýsingu er bókhaldskerfið aðgengilegt hvaðan og hvenær sem er.

Stöðluð lausn sem einfalt er að bæta við með fjölbreyttum sérkerfum frá Wise.

Lausnin inniheldur:


 • Fjárhagur / fullbúið bókhaldskerfi
 • Eignir
 • Viðskiptamenn
 • Lánardrottnar
 • Innkaupakerfi
 • Birgðakerfi
 • Forði
 • Verk
 • Vöruhúsakerfi
 • Framleiðslukerfi
 • Starfsmannahald
 • Markaðs- og sölukerfi
 • Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja

Dynamics NAV í áskrift    
              
Kynntu þér Bókhaldskerfi í áskrift hjá okkur - hagkvæm og sveigjanleg lausn.


icon nav 2016

Í Wise skólanum er að finna fjölda námskeiða fyrir BC (NAV) notendur - kynntu þér málið.


Hafðu samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Áralöng reynsla í þjónustu og sölu á Dynamics NAV og Dynamics Business Central. 
Við getum aðstoðað þig.

Björn Þórhallsson, sölustjóri viðskiptalausnir
bjorn (@) wise.is - 545 3209 | 698 1500

Andrés Helgi Hallgrímsson, sölustjóri sjávarútvegslausna
andres (@) wise.is - 5453253 | 6178300