Wise Viðskiptagreind - BI lausnir

Eru áætlanir að standast? Viltu bera þær saman? Eða þarftu einfaldlega skýrari sýn á rekstrargögnin? Ertu fjármálastjóri og þarftu að koma upplýsingunum frá þér á skiljanlegan hátt? Þá er Wise Analyzer eitthvað fyrir þig.

Sérlausnir Wise á sviði viðskiptagreindar veita fjölbreytta sýn til að skoða og greina lykilupplýsingar og auðvelda þar með ákvarðanatöku.

Um er að ræða sérhannað umhverfi fyrir úrvinnslu gagna úr Dynamics NAV og tengdum kerfum og miðlun verðmætra upplýsinga. Hugbúnaðurinn vinnur jafnt á raungögnum sem og OLAP teningum (Business Intelligence) með vöruhús gagna sem millilag og bjóða þar með upp á margvíslegar leiðir til að rýna rekstrargögn og veita yfirsýn yfir reksturinn.

Uppsetningin er einföld og fljótlegt að tileinka sér kerfið.

  • Wise Analyzer greiningartól gefur fjölbreytta sýn á upplýsingar úr fjárhag, viðskiptamanna- og lánardrottnabókhaldi, birgðum og verkbókhaldi. Notandinn getur auðveldlega breytt sinni sýn, vistað og veitt öðrum aðgang. Ekki er lengur þörf á að skrifa út skýrslur, heldur getur notandinn nálgast upplýsingarnar á aðgengilegan hátt þegar hentar.
  • Wise BI teninga er hægt að skoða með Wise Analyzer út frá mismunandi sjónarhornum. Hægt er að velja á milli teninga s.s. fjárhags-, birgða-, sölu- og verktenings.
  • Wise skýrslur gera notendum kleift að gerast áskrifendur eða taka út skýrslur með lykiltölum rekstrar s.s. varðandi fjárhag, rekstur, viðskiptatengsl eða mannauð.
  • Upplýsingar eru uppfærðar hvort sem er í rauntíma eða á ákveðnum tímapunkti og komið áleiðis til notenda með þeim hætti sem hentar hverju sinni.

   

 • Auk sérlausna á sviði viðskiptagreindar eru ýmsar lausnir sem hentar vel að tengja við og má þá helst nefna :

  • Starfsmannakerfi
  • Launakerfi (launagreining)
  • Sveitarstjóri
  • Húsaleigukerfi
  • Flutningakerfi
  • Sérfræðiverkbókhald
  • WiseFish
 • Helstu sérlausnir Wise á sviði viðskiptagreindar eru:

  Í boði er prufuaðgangur að Wise Analyzer til eins mánaðar án endurgjalds. Tengingin er einföld og hröð og ekki er þörf á að hafa Dynamics NAV sett upp á vélinni sem notuð er. Gögnin eru meðhöndluð beint úr grunninum.

  Sendu okkur línu og kynntu þér málið nánar!

 

Hafðu samband við söludeild Wise.

Að baki liggur áralöng reynsla í sölu og þjónustu við Dynamics NAV. Við getum aðstoðað þig.

Söludeild Wise 16Nov2016

 Björn Þórhallsson og Hallgerður Jóna Elvarsdóttir.