Betri þjónusta, rekjanleiki beiðna og skilvirkari aðstoð við notendur með Mími, málakerfi Wise.
Wise hefur tekið upp málakerfi til að auka gagnsæi og bæta þjónustu við viðskiptavini. Kerfið gengur undir nafninu Mímir. Þangað geta viðskiptavinir sent inn allar sínar fyrirspurnir og fylgst með úrvinnslu þeirra á einfaldan og skilvirkan hátt.
Stofna mál í Mími með tölvupósti
Senda má fyrirspurn áThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og fær sendandinn svar þar sem honum er úthlutað málanúmeri sem hann notar til að fylgjast með framgangi verksins í Mími.
Stofna mál í Mími í gegnum vafra
Nýtt mál er stofnað í Mími með því að skrá sig inn og ýta á New Ticket hnappinn. Þá opnast gluggi þar sem skrá þarf eftirfarandi upplýsingar:
- Tölvupóstur sendanda
- Efni /Subject
- Lýsing á erindinu
- Forgangur er valinn eftir því sem á við
- Gott er að skrá útgáfu af Dynamics NAV ef hún er þekkt
- Skjöl eru hengd við eftir þörfum
Erindið er sent með því að ýta á Submit hnappinn.
Eftir þetta er hægt að fylgjast með málinu með því að skrá sig inn, annað hvort í gegnum póstinn eða í vafra.