Fréttir

Wise tekur þátt í UTmessunni

UT 10ara w

Við verðum á UTmessunni 7. og 8. febrúar!
UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011.
Föstudaginn 7. febrúar er ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni. Laugardaginn 8. febrúar er opið fyrir almenning á sýningu á tölvugeiranum.

Nýir eigendur og nýr forstjóri Wise

johannes helgi gudjonsson 2 svhv wise 800

Hugbúnaðarfyrirtækið Wise lausnir ehf. komst í meirihlutaeigu Vörðu Capital ehf. í lok október á síðasta ári. Hjá Wise starfa um 75 starfmenn en félagið sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Á meðal 500 viðskiptavina Wise eru sveitarfélög og fyrirtæki í sjávarútvegi, fjármálum, framleiðslu, verslun og ýmiskonar sérfræðiþjónustu.

Á þessum tímamótum hafa eigendur ákveðið að gera breytingar á yfirstjórn félagsins en nýr stjórnarformaður félagsins er Jónas Hagan Guðmundsson. Til stendur að sameina Hugbúnað hf., Centara ehf. og Wise lausnir ehf. undir merki Wise lausna. Einnig eru viðræður í gangi um aðkomu fleiri öflugra fjárfesta sem mun styrkja félagið til frekari vaxtar.

Áramótavinnslur

flugeldar 2

Nú þegar nýtt ár er að ganga í garð er vert að huga að því sem þarf að gera í bókhaldinu. Ráðgjafar Wise hafa tekið saman leiðbeiningar og eru þær einnig aðgengilegar á Þjónustuvef Wise. Ef einhverjar spurningar vakna sitja sérfræðingar okkar fyrir svörum á Þjónustuborði Wise alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 545-3232 einnig má senda línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Okkar bestu jóla- og nýárskveðjur

jolakvedja vef
 
Okkar bestu jóla- og nýjárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Season's Greetings and best wishes for the New Year. 

Jólakveðjur,
Starfsfólk Wise