Fréttir

Wise eykur þekkingu sína á Directions EMEA 2016

Wise eykur þekkingu sína á Directions EMEA 2016

Árlega sækir hópur starfsfólks Wise ráðstefnuna Directions EMEA á vegum Microsoft sem að þessu sinni verður haldin í Prag dagana 12.-14. október.
Wise leggur mikið upp úr fræðslu starfsmanna og að fylgjast vel með öllum nýjungum tengdum Dynamics NAV, skýjalausnum og öðrum lausnum sem kunna að gagnast viðskiptavinum okkar. Hér er kjörinn vettvangur til að auka þekkingu okkar og hitta aðra samstarfsaðila.

Directions EMEA er vel sótt af sérfræðingum, sölu- og samstarfsaðilum Dynamics NAV um allan heim en árið 2015 sóttu yfir 500 fyrirtæki í 47 löndum ráðstefnuna.

http://www.directionsemea.com/

directions emea

Wise styrkir Bleiku slaufuna

bleika slaufanBleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Wise styrkir Krabbameinsfélagið í baráttunni gegn krabbameini hjá konum með kaupum á bleiku slaufunni fyrir starfsfólk fyrirtækisins.

Þetta er í fimmta sinn sem Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra gullsmiða halda samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar og voru það þær Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttur sem unnu hugmyndasamkeppnina í ár. Hönnun slaufunnar lýsa þær sem tákni fyrir stuðningsnetið sem er mikilvægast þeim konum sem greinast með krabbamein - fjölskyldan og samfélagið".

Sú hefð hefur skapast að fjölmargir safna slaufunni ár frá ári og hróður íslenskra hönnuða berst langt úr fyrir landssteinana.

Öllu söfnunarfé Bleiku slaufunnar 2016 verður varið óskertu til endurnýjunar tækjabúnaðar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini. Ávinningur af endurnýjuðum tækjabúnaði er margþættur og má þar nefna minni geislun og minni óþægindi við myndatökur, aukið öryggi við greiningar og hagræði vegna lægri bilanatíðni og sparnaði við viðhald tækja.

#fyrirmömmu

Bleika slaufan

Haustfréttabréfið er komið út

 

2016 haustbréf haus fyrir frétt á wise.is

 

Nedripartur haustfrettabref 2016 01

Hafi þig dreymt um að samþykkja reikninga í símanum þínum þá geturðu glaðst því draumurinn er að verða að veruleika!

Lestu allt um nýja vefclientinn og margt fleira í nýja haustbréfi Wise með því að ýta hérna!

Nýr skólastjóri Wise skólans

Haustönn Wise skólans er að hefjast með nýjan skólastjóra í fararbroddi.

Ragna Sveinsdóttir 30 ára viðskiptafræðingur hefur tekið við sem skólastjóri Wise skólans. Hún útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2011. Síðasta skólaárið vann hún sem ráðgjafi hjá Wise í hlutastarfi en hóf fullt starf að námi loknu.

GO1808 2016 0109cropped01 Edit

Wise skólinn mun eins og áður bjóða upp á metnaðarfull námskeið fyrir byrjendur og lengra komna þar sem kennarar leggja áherslu á að auka skilning og færni í Microsoft Dynamics NAV auk sérkerfa Wise.

Nemendur fá góðar kennslubækur sem nýtast vel að loknu námskeiði og hjálpa til að viðhalda því sem kennt var á námskeiðinu. Í haust mun Wise skólinn bjóða upp á námskeið í nýjustu útgáfunni NAV 2016. Að auki bjóðum við upp á námskeið í eldri kerfum þannig að allir ættu að finna námskeið sem hentar hverju sinni.