Fréttir

Við verðum í Boston að sýna WiseFish

Seafood expo north america

Við verðum á Seafood Expo í Boston 6. - 8. mars.

 Bostoneveningbridge

Wise tekur þátt í alþjóðlegri sjávarútvegssýningu í Boston í samstarfi við Íslandsstofu.

Við verðum með heitt á könnunni og sýnum nýjustu útgáfuna af WiseFish sem býr yfir auknum sveigjanleika og veitir viðskiptavinum enn betri kost á að aðlaga kerfið að þeirra þörfum. Núna gefur WiseFish aukna möguleika á tengingum við vefþjónustur, spjaldtölvur, handtölvur og snjallsíma sem og Wise Peripherals (jaðartæki) sem tala við vogir, vinnslulínur og önnur jaðartæki. Útgáfan er nútímalegri og viðmótið meira í samræmi við það sem þekkist frá Microsoft.

 Kíkið endilega á básinn til okkar, nr. 2065.

Sjá frétt Íslandsstofu hér:

Promote Iceland

 

Framúrskarandi fyrirtæki 2015

Framurskarandi fyrirtaekiISL 5cm

Creditinfo hefur staðfest að Wise lausnir ehf. er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2015.

Núna uppfylla 682 fyrirtæki á Íslandi skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika.
Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

  • Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár.
  • Líkur á alvarlegum vanskilum þess eru minni en 0,5%.
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð.
  • Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð.
  • Rekstrarform ehf., hf. eða svf.
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð.
  • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð.
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá.
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo.

 

UT messan 2016

Vid erum med

Starfsfólk Wise mun kynna sérlausnir fyrirtækisins auk þess að sýna NAV 2016 og ýmsar nýjungar á UTmessunni í Hörpu dagana 5.-6. febrúar.

Framtíðin er þín - Youtube vídeó um tölvuna í lífi sérhvers manns.

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og þar sést svart á hvítu að allir hafa möguleika á að starfa í tölvugeiranum. Starfssviðið er bæði breitt og fjölbreytt og hentar bæði konum og körlum.

JÓLAMORGUNVERÐARFUNDUR WISE 2015

jlatoppur 2015 fyrir video

Jólamorgunverðarfundur Wise var haldinn á Grand Hótel Reykjavík, 10. desember sl.

Á fundinum voru kynntar nýjungar frá Wise, ásamt því að kynnt var það allra áhugaverðasta í nýrri útgáfu Microsoft Dynamics NAV 2016.

Leynigestur gladdi fundarmenn og hjálpaði til við að koma 250 gestum í jólaskap.

Fundinum var varpað út beint í gegnum vefinn sem mæltist einkar vel fyrir hjá þeim er ekki áttu tök á að komast á fundinn.

Fundinn má sjá í heild sinni með því að ýta hérna.

Sjávarútvegsráðstefnan 2015

Ekki missa af fyrirlestrinum "Framúrstefnuhugmynd: QR kóði".

Jón Heiðar Pálsson sölustjóri Wise heldur fyrirlestur í Málstofu B1 þar sem fjallað verður um "Nýja nálgun við markaðssetningu íslenskra sjávarafurða", Málstofustjóri er Helga Thors og hefst kynningin í Sal B, kl.: 13:20. 

Wise er einn aðal styrktaraðili sýningarinnar að þessu sinni.
Hugmyndin að sjávarútvegsráðstefnunni er að skapa samskiptavettvang allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og markaðssetningu, þjónustu og rannsóknir og þróun, einnig opinberir aðilar, kennarar og nemendur, fjölmiðlar og aðrir áhugamenn.