Fréttir

Framúrskarandi fyriræki 2014

FF Undirskriftir ISLCreditinfo staðfestir hér með að Wise lausnir ehf. er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2014

Af tæplega 34.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi uppfylla 577 skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika.
Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo.

Skilyrðin eru:

  • Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
  • Líkur á alvarlegum vanskilum þess eru minni en 0,5%
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð
  • Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo

Wise lausnir ehf. er á meðal 1,7% íslenskra fyrirtækja sem standast þær kröfur.

Wise til fyrirmyndar

Wise er söluaðili Microsoft Dynamics NAV á Íslandi og er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á bókhald, ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Kerfi Wise eru í notkun hjá mörgum af stærri fyrirtækjum landsins. 

Wise hefur hlotið fjölda viðurkenninga frá Microsoft fyrir starfsemi sína, þ.á.m. samstarfsaðili ársins. Creditinfo staðfestir að Wise sé í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi og á síðasta ári fékk Wise viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki VR.

VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2014Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo

"Samstarfsaðili ársins árið 2014" hjá Microsoft á Íslandi

POTH2014

WISE TILKYNNIR MEÐ STOLTI AÐ FYRIRTÆKIÐ HEFUR HLOTIÐ VERÐLAUNIN „SAMSTARFSAÐILI ÁRSINS 2014“ HJÁ MICROSOFT Á ÍSLANDI.

Fyrirtækið var heiðrað ásamt fleiri samstarfsaðilum Microsoft á heimsvísu fyrir yfirburði í þróun og útfærslu á þjónustumiðuðum lausnum sem eru byggðar eru á tækni frá Microsoft.

„Það er okkur mikil ánægja að heiðra Wise sem „Samstarfsaðila ársins hjá Microsoft á Íslandi“. Wise hefur fært sameiginlegum viðskiptavinum okkar framúrskarandi lausnir og þjónustu og er frábært dæmi um þá yfirburði sem við sjáum hjá okkar bestu samstarfsaðilum,“ sagði Phil Sorgen, varaforseti Worldwide Partner Group hjá Microsoft.“