Fréttir

JÓLAMORGUNVERÐARFUNDUR WISE 2015

jlatoppur 2015 fyrir video

Jólamorgunverðarfundur Wise var haldinn á Grand Hótel Reykjavík, 10. desember sl.

Á fundinum voru kynntar nýjungar frá Wise, ásamt því að kynnt var það allra áhugaverðasta í nýrri útgáfu Microsoft Dynamics NAV 2016.

Leynigestur gladdi fundarmenn og hjálpaði til við að koma 250 gestum í jólaskap.

Fundinum var varpað út beint í gegnum vefinn sem mæltist einkar vel fyrir hjá þeim er ekki áttu tök á að komast á fundinn.

Fundinn má sjá í heild sinni með því að ýta hérna.

Sjávarútvegsráðstefnan 2015

Ekki missa af fyrirlestrinum "Framúrstefnuhugmynd: QR kóði".

Jón Heiðar Pálsson sölustjóri Wise heldur fyrirlestur í Málstofu B1 þar sem fjallað verður um "Nýja nálgun við markaðssetningu íslenskra sjávarafurða", Málstofustjóri er Helga Thors og hefst kynningin í Sal B, kl.: 13:20. 

Wise er einn aðal styrktaraðili sýningarinnar að þessu sinni.
Hugmyndin að sjávarútvegsráðstefnunni er að skapa samskiptavettvang allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og markaðssetningu, þjónustu og rannsóknir og þróun, einnig opinberir aðilar, kennarar og nemendur, fjölmiðlar og aðrir áhugamenn.

Tilkynning um verðbreytingu á Dynamics NAV notendum.

Microsoft hefur gefið út tilkynningu um að þeir muni samræma verð á Microsoft Dynamics NAV útgáfum og leyfistegundum frá og með 1. janúar 2016.

Þetta þýðir að þeir sem eru með eldri leyfi og hyggjast bæta við sig notendum á næstu 6-12 mánuðum, ættu að gera það hið fyrsta því verðin munu hækka umtalsvert um næstu áramót.

Það borgar sig að bæta við notendum núna á gamla verðinu og uppfæra síðan í nýjustu útgáfu af NAV. Verð fyrir nýjan notanda hækkar um Kr. 50.000,- (án VSK) þann 1. janúar 2016.

Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð í viðbótarnotendur. Við erum hér til að gefa góð ráð og Microsoft er í hraðri framþróun með nýjustu útgáfuna sína, NAV 2016, í fararbroddi.

 Sendu okkur línu ef þú vilt frekari upplýsingar.

Wise lausnir ehf. samstarfsaðili ársins 2015 í viðskiptalausnum (MBS) hjá Microsoft á Íslandi

POTH2015Wise hlaut á dögunum viðurkenninguna samstarfsaðili ársins hjá Microsoft á Íslandi fyrir framúrskarandi árangur á sviði þróunar og sölu á viðskiptalausnum á síðastliðnu fjárhagsári Microsoft.

Verðlaunin voru veitt á „Kick off“ fagnaði Microsoft síðastliðinn föstudag sem haldinn var í Iðusölum.
Viðurkenninguna hlaut Wise fyrir að skara fram úr í sölu á viðskiptalausnum en fyrirtækið hefur fjárfest umtalsvert á komandi ári í fjölbreyttum hýsingar- og skýjalausnum fyrir viðskiptavini sína með samþættingu við Office 365 og aðrar vinsælar Microsoft lausnir.

Bókhaldið er öruggt í skýinu

Starfsmenn Wise lausna

Eitt öflugasta bókhaldskerfi landsins, Microsoft Dynamics NAV, er hýst í tölvuskýi og fæst í áskrift.

hagkvæm og sveigjanleg lausn þar sem greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnað, uppfærslu- og þjónustugjöld ásamt hýsingu í fullkomnu tækniumhverfi.

Hvern hefði grunað fyrir fáeinum árum að allt yrði komið í skýin. Hér erum við ekki að tala um litla skýjahnoðra, heldur öflugan bókhalds- og viðskiptahugbúnað, Office 365, viðskiptatengslanet, sjávarútvegs-, sveitarfélaga- og verslunarkerfi ásamt fjölda annarra lausna.