Fréttir

Tilkynning um verðbreytingu á Dynamics NAV notendum.

Microsoft hefur gefið út tilkynningu um að þeir muni samræma verð á Microsoft Dynamics NAV útgáfum og leyfistegundum frá og með 1. janúar 2016.

Þetta þýðir að þeir sem eru með eldri leyfi og hyggjast bæta við sig notendum á næstu 6-12 mánuðum, ættu að gera það hið fyrsta því verðin munu hækka umtalsvert um næstu áramót.

Það borgar sig að bæta við notendum núna á gamla verðinu og uppfæra síðan í nýjustu útgáfu af NAV. Verð fyrir nýjan notanda hækkar um Kr. 50.000,- (án VSK) þann 1. janúar 2016.

Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð í viðbótarnotendur. Við erum hér til að gefa góð ráð og Microsoft er í hraðri framþróun með nýjustu útgáfuna sína, NAV 2016, í fararbroddi.

 Sendu okkur línu ef þú vilt frekari upplýsingar.

Wise lausnir ehf. samstarfsaðili ársins 2015 í viðskiptalausnum (MBS) hjá Microsoft á Íslandi

POTH2015Wise hlaut á dögunum viðurkenninguna samstarfsaðili ársins hjá Microsoft á Íslandi fyrir framúrskarandi árangur á sviði þróunar og sölu á viðskiptalausnum á síðastliðnu fjárhagsári Microsoft.

Verðlaunin voru veitt á „Kick off“ fagnaði Microsoft síðastliðinn föstudag sem haldinn var í Iðusölum.
Viðurkenninguna hlaut Wise fyrir að skara fram úr í sölu á viðskiptalausnum en fyrirtækið hefur fjárfest umtalsvert á komandi ári í fjölbreyttum hýsingar- og skýjalausnum fyrir viðskiptavini sína með samþættingu við Office 365 og aðrar vinsælar Microsoft lausnir.

Bókhaldið er öruggt í skýinu

Starfsmenn Wise lausna

Eitt öflugasta bókhaldskerfi landsins, Microsoft Dynamics NAV, er hýst í tölvuskýi og fæst í áskrift.

hagkvæm og sveigjanleg lausn þar sem greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnað, uppfærslu- og þjónustugjöld ásamt hýsingu í fullkomnu tækniumhverfi.

Hvern hefði grunað fyrir fáeinum árum að allt yrði komið í skýin. Hér erum við ekki að tala um litla skýjahnoðra, heldur öflugan bókhalds- og viðskiptahugbúnað, Office 365, viðskiptatengslanet, sjávarútvegs-, sveitarfélaga- og verslunarkerfi ásamt fjölda annarra lausna.

Wise og Icedistribution undirrita samstarfssamning um sölu á Microsoft skýjalausnum

Wise og Icedistribution hafa undirritað samstarfsamning um sölu á Microsoft skýjalausnum. Með því bætast við nýir valkostir í „skýja-flóruna” og Wise eykur jafnframt framboð þjónustuþátta til viðskiptavina sinna. Meðal lausna í skýinu er aðgangur að Microsoft Dynamics NAV, einu mest selda bókhaldskerfi á Íslandi í dag, hýsing og Microsoft lausnir á borð við Office 365, InTune og OneDrive.

Icedistribution

Icedistribution er nýtt og ört vaxandi fyrirtæki sem náð hefur mikilli útbreiðslu á evrópskum markaði. Höfuðstöðvarnar eru á Íslandi en fyrirtækið sérhæfir sig í þjónustu og dreifingu á hugbúnaði. Icedistribution er í eigu Crayon Holding í Noregi. Starfsmenn eru rúmlega 700 um allan heim.

Wise opnar skrifstofu í Noregi

Wise Blue AS

Wise Blue logoWise hefur nú opnað skrifstofu í Álasundi í Noregi undir merkjum Wise Blue AS.
Wise Blue sérhæfir sig í Microsoft Dynamics NAV og er aðaláherslan á lausnir fyrir sjávarútveginn og greiningartól (BI).

„Hjá Wise Blue starfa sérfræðingar með áralanga reynslu af Dynamics NAV. Aðaláherslan er á WiseFish, lausnir fyrir sjávarútveginn, sem nú þegar eru í notkun hjá mörgum af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum víðs vegar um heiminn. Við höfum miklar væntingar til framtíðarinnar og hlökkum til að herja á nýjan markað.“, segir Hrannar Erlingsson, framkvæmdastjóri Wise lausna á Íslandi.

Wise safnar áheitum fyrir WOW Cyclothon

Wiseguys logo

Wise keppir nú í fyrsta sinn í WOW Cyclothon og er liðið skipað af 10 starfsmönnum á höfuðborgarsvæðinu. Liðsmenn eru allir svo gott sem byrjendur en hafa unnið hörðum höndum að því að koma sér upp viðeigandi búnaði ásamt að stunda stífar æfingar síðastliðna mánuði. 

Keppnisskap einkennir liðsmenn okkar sem kalla sig WiseGuys og mæta til keppni full af orku og metnaði um að gera sitt allra besta.

WOWLiðsmenn WiseGuys:

• Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir
• Halldóra Íris Sigurgeirsdóttir
• Elísabet Sara Emilsdóttir
• Halldór Ragnar Guðjónsson
• Heiðdís Haukdal Reynisdóttir
• Jóhann Ófeigsson
• Sif Rós Ragnarsdóttir
• Skúli E.H. Bjarnason
• Þorsteinn Hallgrímsson
• Tjörvi Jóhannsson