Fréttir

Góð stemning á Fjármálaráðstefnu Sveitarfélaga

191004 karl jon sm cr

Wise tók þátt í Fjármálaráðstefnu Sveitarfélaga sem fór fram daganna 7-8 október sl. Ráðstefnan er haldin ár hvert og Sveitastjórahópur Wise hefur tekið þátt frá upphafi. Mikill fjöldi sveitarstjórnarfólks mætir ár hvert til að fræðast um hvað er framundan í fjármálum sveitarfélaga, sem og að hitta mann og annan og bera saman bækur sínar. Samband Íslenskra Sveitafélaga á heiður skilið fyrir skipulag og þjónustu í tengslum við ráðstefnuna. Okkur þótti vænt um að hitta nýja, núverandi og verðandi viðskiptavini okkar á ráðstefnunni, og hlakkar til að vera með að ári. 

Nýir eigendur að hugbúnaðarfyrirtækinu Wise

AKVA Centara Wise II

Fréttatilkynning

Centara ehf. hefur fest kaup á upplýsingatækni fyrirtækinu Wise Lausnir ehf., stærsta sölu- og þjónustuaðila hér á landi á Microsoft Dynamics NAV viðskiptabúnaði. Hjá Wise starfa um 75 sérfræðingar í þróun hugbúnaðar, ráðgjöf og þjónustu. Wise var áður í eigu AKVA group í Noregi. Eigandi Centara ehf. er Hugbúnaður hf. sem er í eigu starfsmanna og Vörðu Capital ehf.

WiseFish tekur þátt í Sjávarútvegssýningunni 2019 í Laugardalshöll

logo syning III

Undanfarin ár hefur íslenskur sjávarútvegur verið í stöðugri uppsveiflu. Það má með sanni tala um tæknibyltingu í útgerð og vinnslu fiskafurða sem hefur fleytt íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð. Íslensk frystihús eru orðin hátæknivædd og fiskiskipaflotinn er útbúinn með nýjasta og fullkomnasta tæknibúnaði til fiskiveiða.

Opið fyrir skráningu á námskeið í Wise skólanum

wise skolinn sm

Wise skólinn hefur göngu sína að nýju að loknu sumarleyfi með fjölbreyttri dagskrá.

Nýtt tveggja daga námskeið verður á dagskrá nú í september sem fer yfir rekstrarárið. Námskeiðið Viðskiptalausnir 360° er fyrir þá sem vilja bæta skilning á rekstrarárinu, því farið er yfir helstu þætti sem fylgja fyrirtækjarekstri. Þeir sem sækja það námskeið öðlast færni í notkun á sölukerfi, innkaupakerfi, rafrænni sendingu reikninga, fjárhag, rafrænum skilum á VSK og lokun árs ásamt því að unnið verður með raun verkefni sem notendur geta nýtt í sínu dagslega starfi.

Ekki verður af sameiningu Advania og Wise

190123 wise logo hreint 800

Advania dregur til baka samrunatilkynningu vegna kaupa félagsins á Wise í kjölfar frummats Samkeppniseftirlitsins um skaðleg áhrif samrunans á samkeppni. 

Samkeppniseftirlitið hefur síðan í september 2018 haft til rannsóknar fyrirhuguð kaup Advania hf. á Wise lausnum ehf. Advania tilkynnti í september um kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum. Samkomulag um kaupin hafði náðst við eiganda Wise, AKVA Group í Noregi. Ætlunin var að sameina Advania og Wise og styrkja stöðu þeirra í síharðnandi alþjóðlegri samkeppni um viðskiptahugbúnað. Kaupin voru hins vegar háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.