Leiðbeiningar til launafulltrúa um laun í sóttkví

Launakerfi leidbeiningar um laun sottkvi trsprnt

COVID-19 heimsfaraldurinn hefur margvíslegar afleiðingar sem hefur kallað á öflug viðbrögð stjórnvalda. Á meðal viðbragða stjórnvalda er endurgreiðsla ríkisins á launakostnaði starfsmanna í sóttkví. Í stuttu máli eru reglurnar þannig að ríkið endurgreiðir kostnað við sóttkví að því er snertir laun starfsmanns ef fjarvinnu verður ekki við komið. Endurgreiðslan er einungis af launahlutanum en ekki launatengdum gjöldum. Ákvæðið gildir frá 1. febrúar til 30. apríl næstkomandi.

Við höfum útbúið leiðbeiningar fyrir launafulltrúa og sendum út tölvupóst í gær til hlutaðeigandi aðila. Ef þú hefur ekki fengið póstinn sendan getur þú sent okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að nálgast leiðbeiningar um hvernig hægt er að nýta launakerfi Wise til að halda utan um launagreiðslur í samræmi við lagaákvæði stjórnvalda.