Wise tekur þátt í UTmessunni

UT 10ara w

Við verðum á UTmessunni 7. og 8. febrúar!
UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011.
Föstudaginn 7. febrúar er ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni. Laugardaginn 8. febrúar er opið fyrir almenning á sýningu á tölvugeiranum.

 

UTmessan stendur yfir í tvo daga og þar má finna fjölmarga viðburði:

Föstudagurinn – fyrir fagólk í upplýsingatæknigeiranum:

Ráðstefna um nýjungar og það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. Ráðstefnan er ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. Sýningarsvæði UTmessunnar er opið ráðstefnugestum allan daginn og þar verða öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins að sýna það sem hæst ber í tölvutækni.

Laugardagurinn – fyrir almenning:

Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu. Hverjum sýnanda er í sjálfsvald sett hvað og hvernig hann sýnir sig og sína vöru en sýnendur eru hvattir til að hafa að leiðarljósi að fræða sýningargesti um hvernig hægt er að nýta tölvutæknina í daglegu lífi. Margar getraunir og leikir verða í gangi í sýningarbásunum og einnig gefst fólki tækifæri til að sjá og upplifa nýjustu tölvutækni.

Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. 

Aðgangur að sýningarhluta UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Við hvetjum alla til að leggja leið sína í Hörpu og sjá hvað er í gangi í upplýsingatæknigeiranum.

Hlökkum til að sjá þig.