Wise er Fyrirmyndarfyrirtæki 2019

VR fyrirmyndar rett

VR stendur fyrir könnun á hverju ári, þar sem metnir eru níu lykilþættir í rekstri fyrirtækja. Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um viðhorf starfsmanna til síns vinnustaðar en könnunin er einnig vettvangur starfsmannanna til að segja stjórnendum hvað er vel gert og hvað mætti betur fara. Wise var í fríðum flokki Fyrirmyndarfyrirtækja 2019. 

Fyrirtæki ársins 2019 hafa verið valin samkvæmt niðurstöðum könnunar sem VR stendur fyrir meðal þúsunda starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru kynntar í fjölmennri móttöku á Hilton Nordica hóteli í Reykjavík þann 16. maí. 

Fimmtán fyrirtæki í hverjum stærðarflokki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki 2019 en lista yfir þau fyrirtæki má sjá hér.

Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um viðhorf starfsmanna til síns vinnustaðar en könnunin er einnig vettvangur starfsmannanna til að segja stjórnendum hvað er vel gert og hvað mætti betur fara.

Wise er til fyrirmyndar og við getum sannarlega verið stolt af vinnustaðnum okkar!