Wise styrkir Sjávarútvegsráðstefnuna 2018

181113 sjvrtvrst small

Wise er einn af aðalstyrktaraðilum Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018 sem haldin verður í Hörpunni þann 15. og 16. nóvember. Þar mun WiseFish teymið kynna allar helstu nýjungar í WiseFish

 

Á fimmtudag 15. nóvember kl. 9.00 mun Jón Heiðar Pálsson taka þátt í Hraðstefnumóti við nemendur í Sjávarútvegstengdu námi og ræða við þau um fjórðu iðnbyltinguna og mögulega framtíðarþróun í sjávarútvegi. 

Föstudaginn 16. nóvember mun Stefán Torfi Höskulsson, sviðstjóri Rekstrar- og Tæknisviðs halda erindi kl. 10:05 í Silfurbergi B. Erindið er titlað Greining og birting gagna í Power BI úr upplýsingakerfi fyrir sjávarútveg – WiseFish og fjallar um hvernig hægt er að greina og birta gögn úr WiseFish/Dynamics NAV á myndrænan og aðgengilegan hátt í Power BI fyrir stjórnendur í sjávarútvegsfyrirtækjum. Sýnd verða dæmi um úrvinnslu gagna fyrir vinnslustjóra, útgerðastjóra og fjármálastjóra fyrirtækja sem gera kröfur um gögn í rauntíma til að hjálpa við ákvarðanatökur og/eða greiningar.

Wise er með bás no. 3 í Flóa, og WiseFish ráðgjafar verða til staðar alla ráðstefnuna. 

Ráðstefnugögn og dagskrá má finna á https://sjavarutvegsradstefnan.is