UT messan 2016

Vid erum med

Starfsfólk Wise mun kynna sérlausnir fyrirtækisins auk þess að sýna NAV 2016 og ýmsar nýjungar á UTmessunni í Hörpu dagana 5.-6. febrúar.

Framtíðin er þín - Youtube vídeó um tölvuna í lífi sérhvers manns.

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og þar sést svart á hvítu að allir hafa möguleika á að starfa í tölvugeiranum. Starfssviðið er bæði breitt og fjölbreytt og hentar bæði konum og körlum.