Sjávarútvegsráðstefnan 2015

Ekki missa af fyrirlestrinum "Framúrstefnuhugmynd: QR kóði".

Jón Heiðar Pálsson sölustjóri Wise heldur fyrirlestur í Málstofu B1 þar sem fjallað verður um "Nýja nálgun við markaðssetningu íslenskra sjávarafurða", Málstofustjóri er Helga Thors og hefst kynningin í Sal B, kl.: 13:20. 

Wise er einn aðal styrktaraðili sýningarinnar að þessu sinni.
Hugmyndin að sjávarútvegsráðstefnunni er að skapa samskiptavettvang allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og markaðssetningu, þjónustu og rannsóknir og þróun, einnig opinberir aðilar, kennarar og nemendur, fjölmiðlar og aðrir áhugamenn.