Tilkynning um verðbreytingu á Dynamics NAV notendum.

Microsoft hefur gefið út tilkynningu um að þeir muni samræma verð á Microsoft Dynamics NAV útgáfum og leyfistegundum frá og með 1. janúar 2016.

Þetta þýðir að þeir sem eru með eldri leyfi og hyggjast bæta við sig notendum á næstu 6-12 mánuðum, ættu að gera það hið fyrsta því verðin munu hækka umtalsvert um næstu áramót.

Það borgar sig að bæta við notendum núna á gamla verðinu og uppfæra síðan í nýjustu útgáfu af NAV. Verð fyrir nýjan notanda hækkar um Kr. 50.000,- (án VSK) þann 1. janúar 2016.

Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð í viðbótarnotendur. Við erum hér til að gefa góð ráð og Microsoft er í hraðri framþróun með nýjustu útgáfuna sína, NAV 2016, í fararbroddi.

 Sendu okkur línu ef þú vilt frekari upplýsingar.