Bókhaldið er öruggt í skýinu

Starfsmenn Wise lausna

Eitt öflugasta bókhaldskerfi landsins, Microsoft Dynamics NAV, er hýst í tölvuskýi og fæst í áskrift.

hagkvæm og sveigjanleg lausn þar sem greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnað, uppfærslu- og þjónustugjöld ásamt hýsingu í fullkomnu tækniumhverfi.

Hvern hefði grunað fyrir fáeinum árum að allt yrði komið í skýin. Hér erum við ekki að tala um litla skýjahnoðra, heldur öflugan bókhalds- og viðskiptahugbúnað, Office 365, viðskiptatengslanet, sjávarútvegs-, sveitarfélaga- og verslunarkerfi ásamt fjölda annarra lausna.

Nú horfum við ekki lengur inn í kompur þar sem hugbúnaðurinn er hýstur með öllum þeim rekstrarkostnaði sem því fylgir heldur horfum við fram á við, í skýin.

Öflugt bókhaldskerfi í áskrift

Wise býður eitt öflugasta bókhaldskerfi landsins í mánaðarlegri áskrift, NAV í áskrift, sem hýst er í tölvuskýjum. Lausnin er einstaklega hagkvæm og þægileg en greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnað, uppfærslu- og þjónustugjöld ásamt hýsingu í fullkomnu og öruggu tækniumhverfi.
Innifalið er vistun gagna, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur.

NAV í áskrift inniheldur:

  • Fjárhagsbókhald
  • Viðskiptavina- og lánardrottnakerfi
  • Innkaupakerfi
  • Birgðakerfi
  • Markaðs- og sölukerfi
  • Eignakerfi
  • Ótakmarkaðan fjölda fyrirtækja

Við leitumst öll eftir því að ná hagræðingu í rekstrinum okkar. NAV í áskrift er hagkvæmur kostur þar sem hægt er að hafa breytilegan fjölda notenda að kerfinu eftir því sem hentar í hverjum mánuði sem heldur kostnaðinum í lágmarki. Ertu með fleiri starfsmenn í vinnu að sumri til eða um jólin? Bættu við þeim notendum sem þú þarft á því tímabili. Kostnaður við uppsetningu er í lágmarki þar sem engin þörf er á kaupum á miðlægum tölvubúnaði eða hugbúnaðarleyfum.
Hvað þarftu meira fyrir reksturinn? Ef stöðluð áskriftarleið hentar ekki, býður Wise upp á aðrar hýsingarleiðir með meiri sveigjanleika og fjölda viðbótarlausna sem auðvelda þér vinnuna og aðgengi að lykilupplýsingum.

Veldu þá hýsingu sem hentar þínum rekstri

Val er um þrjár gerðir af hýsingu eftir því hvað hentar hverju fyrirtæki: NAV í áskrift, NAV í einkaleigu eða NAV í einkahýsingu. Hýsing gerir bókhaldið aðgengilegt hvaðan sem er í heiminum. Gögnin eru geymd í hátækni tölvuverum þar sem færustu sérfræðingar Microsoft sjá um að gögnin séu örugg og að hægt sé að nálgast þau hvar og hvenær sem þér hentar. Hýst er í gagnaveri Microsoft Azure sem talið er eitt öruggasta og öflugasta sinnar tegundar í heiminum.

NAV í áskrift er hentug hýsingarleið fyrir þá viðskiptavini sem eru með staðlaða NAV áskriftarleið og engar sérbreytingar á kerfinu.
NAV einkaleiga hentar vel fyrir þá viðskiptavini sem vilja getað aðlagað kerfið að sínum þörfum og bætt við sérlausnum.
NAV einkahýsing á vel við þá viðskiptavini sem eiga hugbúnaðarleyfin sín en vilja nýta sér skýjaþjónustur til að auka öryggi og uppitíma ásamt því að hafa aðgang að bókhaldinu hvaðan sem er. Með því sparast einnig rekstrarkostnaður við vélbúnað og umsjón kerfisins.

Hægt er að hýsa allar studdar útgáfur af Microsoft Dynamics NAV bókhaldshugbúnaðinum. Öll hýst kerfi eru uppsett og þeim viðhaldið af vottuðum sérfræðingum. Hýsing á bókhaldsþjónustu er hagkvæmur kostur fyrir fyrirtæki af öllum stærðargráðum hvort sem þú ert með 1 eða 100 notendur.

Aðgengilegt hvar og hvenær sem er

Krafa nútímans er að hafa gott aðgengi að upplýsingum og geta nálgast gögnin með ýmsu móti. Microsoft Office 365 er einn vinsælasti skrifstofuhugbúnaður í heiminum í dag og fæst nú einnig í áskrift gegn föstu mánaðarlegu gjaldi.
Hver notandi hefur 1 TB gagnahólf til að vista gögnin sín í skýinu en hægt er að keyra Office hugbúnaðinn á vél notanda og/eða í gegnum vafra. Með því að velja Microsoft Office 365 í áskrift sparar þú fjárfestingu í vélbúnaði, afritunarbúnaði og hugbúnaðarleyfum.

Sérlausnir í áskrift

Wise hefur þróað fjölda sérlausna fyrir íslenskan og erlendan markað og er nú hægt að fá þær helstu í mánaðarlegri áskrift og hýsingu. Hér má nefna aukna virkni fyrir NAV, viðskiptalausnir, viðskiptagreind, sveitarfélagalausnir og WiseFish sjávarútvegslausnir sem innihalda lausnir fyrir alla virðiskeðju sjávarútvegsins frá vinnslu, framleiðslu, útflutnings, sölu og dreifingar.

Einfaldaðu reksturinn og horfðu fram á við, í skýin.