Fréttir

Skráning hafin á námskeið í Wise skólanum

Sniðmát fyrir topp WiseSkolinn 2017 09 600px

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið haustannar 2018 í Wise skólanum á wise.is

Wise skólinn býður upp á spennandi námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.

Fjölbreytt námskeið eru í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við bjóðum m.a. upp á námskeið í eftirtöldum flokkum, Microsoft Dynamics NAV, Viðskiptalausnum Wise og Viðskiptagreind ásamt Þjónustulausnum s.s. Sérfræðiverkbókhaldi.

Skoðaðu úrvalið hér

Forritarar framtíðarinnar heimsóttu Wise

IMG 1254 small

Wise tók á móti 22 stelpum úr Valhúsaskóla og kynnti fyrir þeim fyrirtækið og starfsfólk. Heimsóknin er liður í alþjóðlegu verkefni sem Háskólinn í Reykjavík leiðir hér og er átak til að hvetja konur til náms í tæknigreinum. Hluti af því er verkefnið „Stelpur og tækni“ þar sem stelpum úr 9. bekkjum grunnskóla er boðið í háskólann og jafnframt í tæknifyrirtæki.

Markmiðið með verkefninu er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og tæknistörfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.

„Stelpur og tækni“ er alþjóðlegt verkefni sem kallast „#GirlsinICT Day“ á ensku og þá er sérstakur dagur tekinn frá í apríl og haldið upp á hann með ýmsum skipulögðum viðburðum víða um Evrópu á hverju ári. Þetta er framkvæmt með styrk frá ITU (International Telecommunication Union) og Evrópusambandinu í tengslum við Digital Agenda-áætlunina. HR hefur haldið utan um daginn hér á landi frá upphafi.

Konurnar sem mynda helming framkvæmdarstjórnar Wise, tóku vel á móti stelpunum er þær mættu, og kynntu fyrir þeim fyrirtækið. Þær lögðu áherslu á að hjá Wise er stefnan að hafa sem minnstan mun á hlutfalli kynjanna en um 45% starfsmanna eru konur. Meirihlutinn af þeim eru tæknimenntaðar, s.s. forritarar, tölvunarfræðingar, þó einnig séu konur með annan bakgrunn.

Í heimsókninni til Wise fengu stelpurnar innsýn inn í heim tölvuforritunar þar sem þær fengu kennslu í forritun í NAV umhverfi og einnig fengu þær að kynnast starfsmönnum nánar sem sögðu þeim frá því hvernig þær komust að þeirri niðurstöðu að fara í störf í upplýsingatækni.

Voru þær svo leystar út með gjöfum og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

 

Wise tekur þátt í Brussel Seafood Global 2018


180416 hj jh sm

Að vanda verður WiseFish teymið á sínum stað á Sjávarfangs sýningunni í Brussel frá 24. apríl til 26. apríl 2018. WiseFish teymið samanstendur af Jóni Heiðari Pálssyni og Hallgerði Jónu Elvarsdóttur og hafa þau nú til margra ára verið fastur punktur í tilveru margra á Brussel sýningunni. Wise básinn er staðsettur í Íslenska "þorpinu", Promote Iceland, á sýningunni í góðum félagsskap, en samfélagið skipa með Wise, Héðinn, Eimskip, Samskip, Valka, Skaginn 3X, Optimar og Borgarplast

WiseFish básinn er sýningarrými 4, #6127-4. Við hlökkum til að kynna fyrir þér helstu nýjungar sem við bjóðum uppá í WiseFish lausn okkar þar sem nýtt vöruhúsakerfi leikur eitt af aðalhlutverkunum. 

Nánari upplýsingar gefur Hallgerður Jóna Elvarsdóttir sölustjóri sjávarútvegslausna hjá Wise í síma 545 3200. Tölvupóstur: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kynning á GDPR fyrir eldri útgáfur af Microsoft Dynamics NAV

GDPR

 

 

 

 

Það hefur nú varla farið fram hjá neinum að ný persónuverndarlög taka gildi í maí nk. sem fela í sér tölverða breytingu á núverandi löggjöf er snertir verndun gagna.

Með löggjöfinni er gerð ríkari krafa á að fyrirtæki viti hvernig gögn þau eru að vinna með, hvar þau liggja og hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja öryggi þeirra.
Mikið magn af persónuupplýsingum er tengjast viðskiptavinum, söluaðilum og starfsmönnum eru geymd í Microsoft Dynamics NAV og stóra spurningin er „Hvernig getum við haft gögnin okkar örugg og jafnframt uppfyllt kröfur nýju persónuverndarlaganna?“

Haldinn var fundur þann 16. mars til að til að upplýsa og kynna fyrir okkar viðskiptavinum lausn sem þróuð hefur verið sérstaklega fyrir eldri útgáfur af Dynamics NAV (2013 og eldri). Sjá nánar bækling (EN)

Á kynningunni héldu erindi Linda B. Stefánsdóttir, sem er sérfræðingur GDPR mála hjá Crayon. Hún fjallaði stuttlega um nýju löggjöfina og fór yfir hvernig við getum í sameiningu aðstoðað ykkur í öllu ferlinu. Einnig tóku til máls sérfræðingar í málefninu, Jualian Dalton og Charles Singleton frá fyrirtækinu navgdpr.

Til að nálgast kynningarnar, og fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við söludeild Wise: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Wise skarar fram úr

Síðastliðin átta ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar.
Við hjá Wise erum stolt af því að vera í hópi „Framúrskarandi fyrirtækja“ árið 2017 en aðeins 2,2% íslenskra fyrirtækja uppfylltu þau skilyrði.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

FF2014 2017 lodrett• Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
• Er í lánshæfisflokki 1-3
• Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð
• Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð
• Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú síðustu rekstrarár
• Eignir a.m.k. 90 m.kr. á síðasta rekstrarári og 80 m.kr. tvö rekstrarár þar á undan
• Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
• Fyrirtækið er virkt samkvæmt. skilgreiningu Creditinfo

Góð samvinna er lykillinn að árangri.

framurskarandi 2018