Fréttabréf haustið 2017

 

 
 
Wise skólinn hefur göngu sína í september

Microsoft Dynamics NAV námskeið

Hið sívinsæla Grunnnámskeið í NAV verður haldið 12. september.
Kröftug námskeið í Fjárhag I og Fjárhag II verða síðan haldin í október ásamt Kerfisumsjón í NAV 2017 og fleirum.Námskeið á döfinni í sérkerfum Wise


Bankasamskiptakerfi WiseInnheimtukerfiLaunakerfi,  Rafrænir reikningar, og Uppáskriftarkerfi
Wise Analyzer námskeið verður haldið 13. september.Upplýsingar og skráning 

Hægt er að skoða dagskrána ásamt námskeiðslýsingum á heimasíðu Wise.
Skráning á nThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 545-3200.
 
Skoðaðu námskeiðin nar
 
Wise tekur þátt í Sjávarútvegssýningunni

Sjávarútvegssýningin opnar í Smáranum þann 13. september n.k.  
Á sýningunni mun Wise kynna nýjustu útgáfu af WiseFish, öflugri sem aldrei fyrr. 

Við verðum á bás #G19
Notaðu þennan hlekk til að nýta þér afslátt við skráningu
Hvað er nýtt í WiseFish?
Vöruhúsalausn með tengingu við WiseFish
Lausnin gerir notendum WiseFish kleift að geyma bretti í hólfum og stýra tínslu á brettum út frá fyrirliggjandi sölusamningum.
Einnig er mögulegt að hýsa bretti fyrir 3ja aðila og á einfaldan hátt að útbúa reikninga með þjónustugjöldum.
 
Nýjung í fjöldastofnun móttökusamkomulaga
þar sem hægt er að nota gjaldmiðil framleiðanda
Um nokkurt skeið hefur verið hægt að fjöldastofna móttökusamkomulög út frá afhendingarsamkomulagi með einum músasmelli, ef framleiðendur eru tilgreindir í sölulínunum.
Nú hefur sú aðgerð verið útvíkkuð þannig að notendur geta valið hvort notast er við sama gjaldmiðil og er í afhendingarsamkomulagi eða hvort gjaldmiðill hvers framleiðanda fyrir sig er notaður við stofnun móttökusamkomulaganna.
Þetta gagnast þeim söluaðilum sem kaupa í gjaldmiðli framleiðenda og selja áfram í gjaldmiðli viðskiptavina.
 

Wise er Samstarfsaðili ársins 2017 á Íslandi hjá Microsoft  

„Það er okkur mikill heiður að sæma Wise titlinum „Samstarfsaðili ársins á Íslandi 2017“. Wise hefur fært sameiginlegum viðskiptavinum okkar framúrskarandi lausnir og þjónustu og er frábært dæmi um þá yfirburði sem við sjáum eingöngu hjá okkar bestu samstarfsaðilum,“ sagði Ron Huddleston, aðstoðarforstjóri One Commercial Partner hjá Microsoft.

Lykillinn að þessum árangri og velgengni Wise, ásamt vexti á markaðnum, er frábært starfsfólk” 
segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Wise.

 
 
Samantekt yfir efni fréttabréfsins
  • Wise skólinn - Yfirlit yfir námskeið
  • Sjávarútvegssýningin í Smáranum
  • "Hvað er nýtt í WiseFish?"
  • Wise heiðrað af Microsoft og valið „Samstarfsaðili ársins 2017 á Íslandi“
Þú getur uppfært póststillingarnar þínar hérna eða afskráð þig af póstlistanum.

Wise lausnir ehf.
Borgartún 26, 105 Reykjavík og
Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri.
Sími: 545-3200  -  www.wise.is