Bankaafstemmingar

Námskeið í Bankasamskiptakerfi Wise


Kennari: Helga Jónsdóttir
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 20.000 kr


Námskeiðið er sniðið að þeim notendum sem vinna við bankaafstemmingar. Markmiðið með námskeiðinu er að auka afköst og færni notanda í bankaafstemmingum.


Námskeiðið í hnotskurn:

  • Námskeiðið hentar þeim sem sjá um afstemmingar bankareikninga
  • Þátttakendur læra að leysa úr þeim vandamálum sem geta komið upp á
  • Stuðst er við raunhæf verkefni

Þátttakendur öðlast góðan skilning á afstemmingum bankareikninga og bókhalds. Farið er yfir ferlið og hinar ýmsu hindranir sem geta komið upp á.


 

Markhópur: Námskeiðið Bankafstemming er ætlað þeim sem sjá um greiðslur fyrirtækis ásamt innlestri bankahreyfinga og bankaafstemmingar.
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu og grunnþekking á Business Central eða NAV 2018.  Þekking á fjárhagsbókhaldi æskileg.

Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 2 klst.

Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.

Skráning á námskeið

Yfirlit námskeiða