Skuldabréfakerfi

Skuldabréfakerfi Wise í Dynamics NAV 2017


Kennari: Valur Guðlaugsson
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 22.000 kr


Námskeiðið Skuldabréfakerfi er sniðið að þeim sem eru að byrja að vinna með Skuldabréfakerfi Wise í Microsoft Dynamics Business Central (NAV 2019) og veitir það innsýn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða. Farið er yfir allt ferli stofnunar skuldabréfs, hvernig bókaðar færslur dreifast um kerfið, ofl. ofl. Farið er vel yfir viðmót og umhverfi kerfisins en þátttakendur þurfa að hafa grunnkunnáttu á Microsoft Dynamics Business Central (NAV).

Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa reynslu í ráðgjöf og þjónustu við Dynamics NAV og fá þátttakendur í hendur námsgögn og verkefni sem farið er í.
 
Kennt er á á Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV 2019).
Farið er í:
 
 • Viðmót og umhverfi Business Central (NAV)
 • Flýtileiðir og flýtilyklar
 • Stofnun skuldabréfa
 • Bókunarflokkar skuldabréfa
 • Bókunarflokkar vaxta
 • Greiðslutillögur skuldabréfa
 • Uppreikningur gengismunar/verðbóta/áfallinna vaxta
 • Bakfærslur fylgiskjala og færslubóka
 • Uppsetning á veðbókum
 • Færslubókarvinnsla
 • Stofnun afborgana
 • Röðun
 • Leit og afmörkun
 • Færsluleit
 • Útprentanir / skýrslur
 • Safnlyklar

Helsti ávinningur þátttakenda:
 • Kynnast umhverfi Business Central þar sem farið er yfir notendaviðmótið og hvernig hægt er að nýta sér flýtilykla og afmarkanir sem flýta fyrir vinnu og gera hana þjálli.
 • Þátttakendur öðlast skilning á Skuldabréfakerfi Wise þar sem farið verður yfir ferli skuldabréfs frá stofnun til uppgreiðslu.
 • Þátttakendur læra hvernig bókaðar færslur dreifast um kerfið og hvernig best sé að leita uppi færslur.
 • Þátttakendur læra hvernig haga beri bakfærslum í skuldabréfakerfi.
 • Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að hafa öðlast aukið öryggi í notkun kerfisins.
Markhópur: Námskeiðið Skuldabréfakerfi er ætlað starfsmönnum sem hafa umsjón með skuldabréfum.
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu og fjárhagsbókhaldi.
Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 3 klst. í senn

Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.