Hluthafakerfi

Hluthafakerfi Wise - námskeið


Kennari: Þorsteinn Hallgrímsson
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 20.000 kr


Hluthafakerfið hefur það meginhlutverk að halda utan um hluthafa fyrirtækis, viðskipti með hluti og eign þeirra í félaginu hverju sinni. Kerfið býður upp á möguleika á tengingu við Nasdaq verðbréfamiðstöð þar sem lesnar eru inn hreyfingar og breytingar á hlutafjáreign. 

Námskeiðið Hluthafakerfi er sniðið að þeim sem eru að vinna með kerfið í eldri og yngri útgáfu af NAV og veitir góða innsýn inn í þá möguleika sem það hefur upp á að bjóða.  
Farið er vel yfir viðmót og umhverfi kerfisins.

Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa reynslu í ráðgjöf og þjónustu við kerfið. Þátttakendur fá í hendur námsgögn og verkefni sem farið er í.

Námskeiðið í hnotskurn:

 • Hluthafagrunnur
 • Nasdaq samskipti
 • RSK hlutafjármiði
 • RSK fjármagnstekjuskattur
 • Sniðmát hlutafjárbóka
 • Hluthafaupplýsingar
 • Færslubók hlutafjár
 • Tímabilsaðgerðir
 • Hluthafafundir
 • Arðgreiðslur
 • Skýrslur

Helsti ávinningur þátttakenda:

 • Þátttakendum er kynnt umhverfi Hluthafakerfis Wise og vel er farið yfir notendaviðmótið og hvernig hægt er að nýta sér hina ýmsu möguleika kerfisins.

Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu og grunnþekking á NAV 2018.
Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 2 klst.


Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.

Skráning á námskeið -Yfirlit námskeiða