Uppáskriftakerfi NAV2018

Uppáskriftarkerfi Wise í Dynamics NAV 2017


Kennarar: Ragna Sveinsdóttir og Elín Áslaug Ásgeirsdóttir
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 
20.000 kr


Námskeiðið er sniðið að byrjendum í vinnslu á Uppáskriftarkerfi Wise og veitir góða innsýn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða. Farið er yfir viðmót og umhverfi Microsoft Dynamics NAV 2018 ásamt flýtileiðum, leit og afmörkun sem auðveldar starfsfólki vinnuna til muna.

Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa reynslu í ráðgjöf og þjónustu við Microsoft Dynamics NAV og fá þátttakendur í hendur þau námsgögn sem farið er í.

Kennt er á Microsoft Dynamics NAV 2018.


Námskeiðið í hnotskurn:

 • Viðmót og umhverfi Microsoft Dynamics NAV
 • Flýtileiðir og flýtilyklar
 • Stofnun lánardrottna
 • Úrlestur fylgiskjala
 • Hvernig senda á í uppáskrift/samþykktir
 • Bókunartillögur
 • Kostnaðardreifing
 • Útgreiðslubók – greiðslutillögur
 • Greiðslu reikninga með boðlínu
 • Samþykktir og eftirfylgni
 • Leit og afmörkun
 • Röðun
 • Færsluleit
 • Útprentanir / skýrslur
 • Bakfærslur
 • Notendastillingar
 • Skráning reikninga
 • Skönnun og tengingar

Helsti ávinningur þátttakenda:
 • Að öðlast góða hæfni í Uppáskriftarkerfi Wise í Microsoft Dynamics NAV 2018.
 • Að læra að skrá, skanna og fylgja uppáskriftaferlinu eftir frá upphafi til enda.
 • Geta fundið hvar reikningur er í ferli og sent ítrekun á samþykktaraðila.
 • Að rekja feril reikninga.
 • Gera greiðslutillögur og greiða reikninga sjálfvirkt gegnum bankatengingu.
 • Geta svarað lánardrottnum skilmerkilega varðandi reikninga.
 • Hafa kunnáttu á uppsetningaratriðum Uppáskriftarkerfisins varðandi notendur, reikninga- og víddarafmarkanir sem og fleiri atriði sem nýtast uppáskriftarkerfisnotendum.
 • Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að hafa öðlast öryggi í notkun Uppáskriftarkerfis í Microsoft Dynamics NAV.

Markhópur: Notendur sem skrá og bóka innkaupareikninga í Uppáskriftarkerfi Wise.
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu, bókhaldsþekking er kostur.
Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 2 klst.

Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.

Skráning á námskeið

Yfirlit námskeiða