Uppáskriftakerfi (NAV/BC)

Uppáskriftarkerfi Wise í Dynamics NAV 2017


Kennarar: Steingerður Þóra Daníelsdóttir og Elín Áslaug Ásgeirsdóttir
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 
20.000 kr


Námskeiðið er sniðið að byrjendum í vinnslu á Uppáskriftarkerfi Wise og veitir góða innsýn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða. Farið er yfir viðmót og umhverfi Microsoft Dynamics 365 Business Central ásamt flýtileiðum, leit og afmörkun sem auðveldar starfsfólki vinnuna til muna.

Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa reynslu í ráðgjöf og þjónustu við Microsoft Dynamics 365 Business Central og fá þátttakendur í hendur þau námsgögn sem farið er í.

Kennt er á Business Central.


Námskeiðið í hnotskurn:

 • Viðmót og umhverfi Microsoft Dynamics 365 Business Central
 • Flýtileiðir og flýtilyklar
 • Stofnun lánardrottna
 • Úrlestur fylgiskjala
 • Hvernig senda á í uppáskrift/samþykktir
 • Bókunartillögur
 • Kostnaðardreifing
 • Útgreiðslubók – greiðslutillögur
 • Greiðslu reikninga með boðlínu
 • Samþykktir og eftirfylgni
 • Leit og afmörkun
 • Röðun
 • Færsluleit
 • Útprentanir / skýrslur
 • Bakfærslur
 • Notendastillingar
 • Skráning reikninga
 • Skönnun og tengingar

Helsti ávinningur þátttakenda:
 • Að öðlast góða hæfni í Uppáskriftarkerfi Wise í Business Central (NAV).
 • Að læra að skrá, skanna og fylgja uppáskriftaferlinu eftir frá upphafi til enda.
 • Geta fundið hvar reikningur er í ferli og sent ítrekun á samþykktaraðila.
 • Að rekja feril reikninga.
 • Gera greiðslutillögur og greiða reikninga sjálfvirkt gegnum bankatengingu.
 • Geta svarað lánardrottnum skilmerkilega varðandi reikninga.
 • Hafa kunnáttu á uppsetningaratriðum Uppáskriftarkerfisins varðandi notendur, reikninga- og víddarafmarkanir sem og fleiri atriði sem nýtast uppáskriftarkerfisnotendum.
 • Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að hafa öðlast öryggi í notkun Uppáskriftarkerfis í Business Central (NAV).

Markhópur: Notendur sem skrá og bóka innkaupareikninga í Uppáskriftarkerfi Wise.
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu, bókhaldsþekking er kostur.
Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 2 klst.

Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.

Skráning á námskeið

Yfirlit námskeiða