Launakerfi

Launakerfi Wise -námskeið


Kennari: Auður Kristjánsdóttir / Helen Ómarsdóttir
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 30.000 kr


Fyrir notendur Launakerfis Wise í Business Central (NAV) er þetta kjörið námskeið. Þátttakendur læra m.a. að stofna launþega, tengja hann við starf, kjarasamninga, sjóði, félög o.sfrv. Farið er í gegnum launavinnslu, allt frá stofnun launþega til bókunar í fjárhag.

Námskeiðið er sniðið að þeim sem eru að vinna með Launakerfi Wise í Business Central (NAV) og veitir góða innsýn inn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða.
 
Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa reynslu í ráðgjöf og þjónustu við Microsoft Dynamics NAV og 365 Business Central.
Kennt er á Microsoft Dynamics 365 Business Central.

Námskeiðið í hnotskurn:
 • Viðmót og umhverfi Launakerfis NAV 2018
 • Stofnun launþega og starfa
 • Stofnun tegunda og kröfuaðila
 • Stofnun og hækkun kjarasamninga og launataxta
 • Útreikning launa og útprentanir á launaseðlum
 • Skilagreinar / skýrslur / rafræn skil
 • Leit, afmörkun og röðun
 • Fastar bækur
 • Hvernig viðskipti eru sótt
 • Bakfærslur og leiðréttingar
 • Tenging við fjárhagsbókhald
 • Verkefni

Helsti ávinningur þátttakenda:
 • Að kynnast umhverfi og notendaviðmóti Launakerfisins
 • Notkun  flýtilykla og afmarkana til að flýta fyrir vinnu og gera hana þjálli 
 • Læra hvernig bæta á við tegundum, sjóðum, töxtum og fleira 
 • Læra að taka út skilagreinar og hinar ýmsu skýrslur
 • Læra hvernig haga beri bakfærslum og leiðréttingum
 • Öðlast skilning á því hvernig laun eru meðhöndluð á mismunandi hátt eftir störfum 
 • Á námskeiðinu er farið í raunhæf verkefni sem auka skilning þátttakenda
 • Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að hafa öðlast aukið öryggi í notkun Launabókhalds Wise í Microsoft Dynamics 365 Business Central
Markhópur: Er ætlað þeim sem sjá um launaútreikninga.
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu og fjárhagsbókhaldi, ásamt grunnþekkingu á Business Central (NAV).
Fjöldi tíma: Kennt er í 2 skipti, 3 klst.
Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.
 
 

Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi námskeið á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.