Bankasamskiptakerfi (NAV/BC)

Námskeið í Bankasamskiptakerfi Wise


Kennarar: Helen Ómarsdóttir og Helga Jónsdóttir
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 22.000 kr


Námskeiðið Bankasamskipti er sniðið að þeim notendum sem eru að byrja að vinna með Bankasamskiptakerfi Wise í útgáfu 2018 og veitir innsýn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða varðandi innlestur, greiðslur og afstemmingar.


Námskeiðið í hnotskurn:

 • Umhverfi Bankasamskiptakerfisins
 • Sækja gengi
 • Sækja bankahreyfingar
 • Þekktar færslur
 • Skoða stöður bankareikninga
 • Greiðslur
 • Stillingar lánardrottins
 • Afstemmingar bankareikninga
 • Uppsetning/Stillingar kerfis

Helsti ávinningur þátttakenda:

 • Þátttakendur öðlast góðan skilning á Bankasamskiptakerfi Wise þar sem farið er vel yfir öll ferli sem fara fram í því kerfi.
 • Þátttakendum er kynntur innlestur bankahreyfinga í kerfið. 
 • Þátttakendur munu kynnast greiðslukerfinu og öðlast skilning á hvernig greiðslur fara gegnum kerfið, beint í bankann.
 • Þátttakendur fá góða þekkingu og æfingu í bankaafstemmingum í kerfinu og fá innsýn í þær villur sem upp geta komið við afstemmingar bankareikninga og lausnir á þeim.
 • Á námskeiðinu er farið í raunhæf verkefni.
 • Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að hafa öðlast aukið öryggi í notkun Bankasamskiptakerfi Wise.

Markhópur: Námskeiðið Bankasamskiptakerfi er ætlað þeim sem sjá um greiðslur fyrirtækis ásamt innlestri bankahreyfinga og bankaafstemmingar.
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu og grunnþekking á Business Central (NAV 2019).  Þekking á fjárhagsbókhaldi æskileg.

Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 3 klst.

Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.

Skráning á námskeið

Yfirlit námskeiða