Sérfræðiverkbókhald NAV2018

Sérfræðiverkbókhald námskeið


Kennari: Tilkynnt síðar
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 20.000 kr


Námskeiðið er ætlað umsjónarmönnum sérfræðiverkbókhalds til að auka afköst og skilvirkni þeirra. Þátttakendur öðlast víðtækan skilning á kerfinu þar sem m.a. farið er í stofnun forða og verka, forðaflokka og reikningagerð svo fátt eitt sé nefnt.

Námskeiðið er sniðið að þeim sem eru að vinna með Sérfræðiverkbókhald Wise og veitir góða innsýn inn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða.
Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa reynslu í ráðgjöf og þjónustu við Microsoft Dynamics NAV og fá þátttakendur í hendur námsgögn.
Kennt er á Microsoft Dynamics NAV útgáfu 2018.

Námskeiðið í hnotskurn:
 • Flýtileiðir og flýtilyklar
 • Leit og afmörkun
 • Stofnun verka
 • Tenging við önnur kerfi í Microsoft Dynamics NAV
 • Bókunarflokkar verka
 • Verkbókarkeyrsla
 • Skráning verkbóka
 • Útprentanir / skýrslur
 • Röðun
 • Stofnun forða
 • Forðaverð
 • Forðaflokkar
 • Verkþættir
 • Reikningagerð
 • Áætlanir
 • Færsluleit

Helsti ávinningur þátttakenda:
 • Þátttakendum er kynnt umhverfi Microsoft Dynamics NAV og farið er yfir notendaviðmótið og hvernig hægt er að nýta sér flýtilykla og afmarkanir sem flýta fyrir vinnu og gera hana þjálli.
 • Þátttakendur öðlast góðan skilning á Sérfræðiverkbókhaldi þar sem farið er yfir verkbókhaldsferilinn frá stofnun verka til reikningagerðar.
 • Þátttakendur fá innsýn í hvernig verkbókhaldið tengist inn í önnur kerfi í Microsoft Dynamics NAV, s.s. Innkaupakerfi og Launakerfi.
 • Læra hvernig bókaðar færslur dreifast um kerfið og hvernig best sé að leita uppi færslur.
 • Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að hafa öðlast aukið öryggi í notkun Sérfræðiverkbókhalds Wise í Microsoft Dynamics NAV.

Markhópur: Ætlað umsjónarmönnum sérfræðiverkbókhalds.
Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 2 klst.  
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu.

Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.