Sérfræðiverkbókhald

Sérfræðiverkbókhald námskeið


Kennari: Halldóra Íris Sigurgeirsdóttir
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 20.000 kr


Námskeiðið er ætlað umsjónarmönnum sérfræðiverkbókhalds til að auka afköst og skilvirkni þeirra. Þátttakendur öðlast víðtækan skilning á kerfinu þar sem m.a. farið er í stofnun forða og verka, forðaflokka og reikningagerð svo fátt eitt sé nefnt.

Námskeiðið er sniðið að þeim sem eru að vinna með Sérfræðiverkbókhald Wise og veitir góða innsýn inn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða.
Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa reynslu í ráðgjöf og þjónustu við Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV) og fá þátttakendur í hendur námsgögn.
Kennt er á Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV útgáfa 2019).

Námskeiðið í hnotskurn:
 • Flýtileiðir og flýtilyklar
 • Leit og afmörkun
 • Stofnun verka
 • Tenging við önnur kerfi í Business Central
 • Bókunarflokkar verka
 • Verkbókarkeyrsla
 • Skráning verkbóka
 • Útprentanir / skýrslur
 • Röðun
 • Stofnun forða
 • Forðaverð
 • Forðaflokkar
 • Verkþættir
 • Reikningagerð
 • Áætlanir
 • Færsluleit

Helsti ávinningur þátttakenda:
 • Þátttakendum er kynnt umhverfi Microsoft Dynamics 365 Business Central og farið er yfir notendaviðmótið og hvernig hægt er að nýta sér flýtilykla og afmarkanir sem flýta fyrir vinnu og gera hana þjálli.
 • Þátttakendur öðlast góðan skilning á Sérfræðiverkbókhaldi þar sem farið er yfir verkbókhaldsferilinn frá stofnun verka til reikningagerðar.
 • Þátttakendur fá innsýn í hvernig verkbókhaldið tengist inn í önnur kerfi í Business Central (NAV), s.s. Innkaupakerfi og Launakerfi.
 • Læra hvernig bókaðar færslur dreifast um kerfið og hvernig best sé að leita uppi færslur.
 • Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að hafa öðlast aukið öryggi í notkun Sérfræðiverkbókhalds Wise í Business Central (NAV).

Markhópur: Ætlað umsjónarmönnum sérfræðiverkbókhalds.
Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 2 klst.  
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu.

Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.
 
 

Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi námskeið á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.