Prófarkakerfi

Námskeið í Prófarkakerfi Wise


Kennari: Tilkynnt síðar
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 22.000 kr


Námskeiðið er sniðið að þeim sem eru að vinna með Sérfræðiverkbókhald og Prófarkakerfi Wise og veitir góða innsýn inn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða. Prófarkakerfi vinnur með Sérfræðiverkbókhaldi og bíður upp á yfirferð verkreikninga áður en þeir eru bókaðir, auk fleiri aðgerða eins og t.d. að setja inn afslætti, geyma tíma og skipta reikningum milli verkkaupa.


Námskeiðið í hnotskurn:

  • Stofnun verka fyrir prófarkir
  • Stofnun prófarka
  • Yfirferð prófarka
  • Bókun prófarka og myndun sölureikninga
  • Bakfærslur og kreditreikningar
  • Úttekt gagna

Helsti ávinningur þátttakenda:

  • Þátttakendur öðlast góðan skilning á sérfræðiverkbókhaldi og prófarkakerfi þar sem farið er yfir verkbókhaldsferilinn frá stofnun verka til reikningagerðar.
  • Þátttakendur fá innsýn í notkun prófarkakerfis með sérfræðiverkbókhaldi þar sem markmiðið er að gera reikningagerðina fljótlegri og skilvirkari.

Markhópur: Námskeiðið Prófarkakerfi er ætlað þeim sem eru að vinna með Sérfræðiverkbókhald og Prófarkakerfi Wise.
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu
Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 3 klst. í senn

Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.

 

Skráning á námskeiðYfirlit námskeiða