WiseFish – Innkaup og sala – Grunnur

WiseFish – Innkaup og sala – Grunnnámskeið


Kennarar: Jóhann Ófeigsson og Þórhallur Axelsson 
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 30.00 kr


Námskeiðið WiseFish Innkaup og sala er ætlað fyrir almenna notendur í WiseFish.  Farið er ýtarlega yfir skráningu innkaupa og sölu og uppsetningu helstu stofngagna sem tengjast þessum viðskiptaferlum.  Einnig farið yfir helstu hliðarferla; s.s. flutning birgða, millideildarsölu og kostnaðarmeðhöndlun. 

Meðal þeirra sem hafa gagn af námskeiðinu eru innkaupa- og sölustjórar, starfsfólk í skjalagerð, útskipunaraðilar.

Námskeiðinu er stjórnað af sérfræðingum Wise og fá þátttakendur í hendur nauðsynleg námsgögn.

Kennt er á Microsoft Dynamics NAV útgáfu 2017.

Námskeiðið í hnotskurn:
 • Stofngögn í WiseFish Innkaupum og sölu.
 • Innkaupasamkomulög.
 • Innkaupaskjöl.
 • Sölusamkomulög.
 • Söluskjöl.
 • Flutningsbeiðnir og millideildarsala.
 • Innkaupa- og sölukostnaður.
 • Vottunarmerkingar.
 • Helstu yfirlit og skýrslur.
 • Verkefni.

Helsti ávinningur þátttakenda:
 • Þátttakendur öðlast heildaryfirsýn yfir notkunarmöguleika kerfisins, skilning á flæði upplýsinga milli kerfishluta og tilgang hinna ýmsu aðgerða sem kerfið bíður upp á.
 • Þátttakendur kynnast jafnframt helstu uppsetningaratriðum fyrir innkaup og sölu; t.a.m. á lánardrottnum og viðskiptamönnum, viðskiptaskilmálum o.fl.

Markhópur: Ætlað byrjendum og almennum notendum WiseFish Innkaupum og sölu.
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu.
Fjöldi tíma: Kennt er í 2 lotum, 3 klst. í senn

Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.

Skráning á námskeið Yfirlit námskeiða