Kerfisumsjón í NAV/BC

190612 bc


Kennarar: Ísak Sigurðsson / Kjartan Sigurður Þorsteinsson
Staðsetning: Wise, Borgartúni 26, 4. hæð
Verð: 22.000 kr


Námskeiðið Kerfisumsjón í NAV er sniðið að kerfisstjórum fyrirtækja, sem hafa það verkefni að sjá um gagnasöfn og umhverfi Business Central. Námskeiðið veitir þátttakendum innsýn í utanumhald og viðhald á þjónustum, aðgangsmálum og fleiru því sem kerfisstjórar vinna með.


Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise í kerfisumsjón og meðhöndlun gagnagrunna og fá þátttakendur í hendur námsgögn og verkefni sem farið er í.
Kennt er á Microsoft Dynamics 365 Business Central, SQL 2016 og Powershell.


 Farið er í:

   • Stofna þjónustur
   • Meðhöndlun bráðabóta (e. Hotfix)
   • Umsjón notenda á SQL og NAV
   • AD grúppur
   • Aðgangsmál
   • Afritunartaka á SQL
   • Samstillingar
   • Powershell umhverfið og aðgerðir tengdar BC
   • Sérstillingar glugga / Sérstillingarhamur

Markhópur: Kerfisstjórar og tæknimenn fyrir BC/NAV.
Forkröfur: Grunnþekking á BC/NAV og SQL.
Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 3 klst.


Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.