wise skolinn sm

Wise Skólinn býður upp á spennandi námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.

Wise vill leggja sitt af mörkum til að verjast útbreiðslu kórónaveirunnar og hefur framkvæmdastjórn félagsins virkjað viðbragðsáætlun til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina með það að leiðarljósi að sem minnst rask verði á þjónustu og lykilstarfsemi Wise á óvissutímum. Hluti af þeim aðgerðum er að takmarka aðgengi að skrifstofum Wise og þar með fresta öllum námskeiðum sem stóð til að yrðu á dagskrá næstu vikur. Við munum tilkynna þegar við getum hafið námskeiðshald aftur. Sé þess óskað þá er sjálfsagt að taka fyrir kennslu í einstaka hlutum í gegnum síma og TeamViewer eða Microsoft Teams. Endilega hafið samband í síma 545-3200 sé þess óskað og við gerum okkar besta til að leysa úr því.  

Fjölbreytt námskeið eru í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við bjóðum m.a. upp á námskeið í eftirtöldum flokkum, Microsoft Dynamics NAV, Viðskiptalausnum Wise og Viðskiptagreind ásamt Þjónustulausnum s.s. Sérfræðiverkbókhaldi.

  • Sérfræðingar Wise búa yfir áralangri reynslu bæði af kennslu í NAV og notkun á kerfinu úti í atvinnulífinu.
  • Námskeiðin auka möguleika á skjótum og skilvirkum vinnubrögðum.
  • Nemendur fá góðar kennslubækur sem nýtast vel að loknu námskeiði og hjálpa til að viðhalda því sem kennt var á námskeiðinu.

Námskeiðin standa yfir allan veturinn og hægt er að finna námskeið eftir dagsetningu neðar á síðunni, eða með því að velja námskeiðsflokk þar sem einnig er hægt að lesa nánar um hvert námskeið.


Athugið að ef afskráning á námskeið er innan sólahrings áður en námskeiðið hefst, þá áskilur Wise sér rétt til að reikningsfæra námskeiðið að fullu.

Fyrirspurnir berist til: namskeid@wise.is eða í síma: 545 3200.