Wise Skólinn

Wise Skólinn býður upp á spennandi námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.

Þar er að finna metnaðarfull námskeið þar sem kennarar leggja áherslu á að auka skilning og færni í Microsoft Dynamics NAV ásamt því að farið er í sérkerfi Wise. Fjölbreytt námskeið eru í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

  • Sérfræðingar Wise búa yfir áralangri reynslu bæði af kennslu í NAV og notkun á kerfinu úti í atvinnulífinu.
  • Námskeiðin auka möguleika á skjótum og skilvirkum vinnubrögðum.
  • Nemendur fá góðar kennslubækur sem nýtast vel að loknu námskeiði og hjálpa til að viðhalda því sem kennt var á námskeiðinu.

Námskeiðin hefjast í september og hægt er að finna námskeið eftir dagsetningu neðar á síðunni, eða með því að velja námskeiðaflokk þar sem einnig er hægt að lesa nánar um hvert námskeið.


Athugið að ef afskráning á námskeið er innan sólahrings áður en námskeiðið hefst, þá áskilur Wise sér rétt til að reikningsfæra námskeiðið að fullu.

Fyrirspurnir berist til: namskeid@wise.is eða í síma: 545 3200.