- Centara VERSLUNARKERFI
- Centara VEITINGAHÚSAKERFI
- Vefbúðartenging Wise
- Wise POS
STÓRVERSLANIR
Innbyggður sveigjanleiki kerfisins gerir eigendum kleift að aðlaga það að hvaða stærð eða gerð af verslun sem er. Vaxtargeta forritsins er mikil og ræður við umtalsverðan fjölda af stöðvum.
TÍSKUVÖRUVERSLANIR
Kerfið býður upp á einstaklega aðgengilegt notendaviðmót sem styttir þjálfunartíma starfsfólks. Viðmótið er gegnsætt, auðlært og leiðir starfsmenn áfram í söluferlinu. Auðteknar skýrslur varpa ljósi á sölur og frammistöðu.
MATVÖRUVERSLANIR
Eitt hraðvirkasta sölukerfið á markaðnum í dag. Með styttri afgreiðslutíma næst betri hagræðing og vaxtarmöguleikar aukast. Margar gerðir af skýrslum hjálpa eigendum að ná yfirsýn yfir reksturinn, fylgjast með daglegum rekstri og afkomu, bæði einstakra vara og starfsmanna.
SÓLARHRINGSVERSLANIR
Einfalt notendaviðmót og hraðvirkni kerfisins er lykilatriði. Hægt er að hanna viðmótið sérstaklega að hverjum notenda fyrir sig og með innskráningu getur verslunarstjóri t.d. fengið aðgang að öðru viðmóti en hinn almenni starfsmaður, þar sem hann getur tekið út skýrslur og fleira. Innbyggð vörn gegn vá er í kerfinu.
HÚSGAGNAVERSLANIR
Aðgengilegt og sveigjanlegt notendaviðmót og tenging við undirliggjandi bókhaldskerfi. Hægt að hafa breytilegt notendaviðmót eftir staðsetningu í verslun eða eftir þeim starfsmanni sem skráður er inn á kerfið. Möguleiki á tengingu við önnur kerfi s.s. afsláttarkerfi, bókhaldskerfi og pantanakerfi, svo eitthvað sé nefnt.
SVEITARFÉLÖG
Almenna afgreiðslulausnin fyrir sveitarfélög hentar vel t.d. fyrir sundlaugar, bókasöfn o.fl. Með “Sportcenter” lausninni fæst greinargott yfirlit yfir nýtingu íþróttamannvirkja og íþróttasala í skólum sem gefur möguleika á bættri nýtingu þeirra. Boðið er upp á greiningu á hvern útleigðan eða nýttan klukkutíma.
Einstakt notendaviðmót sem hægt er að laga að þörfum hvers og eins veitingastaðar. Gegnsætt viðmót leiðir starfsfólkið áfram í gegnum pöntunina, inn í eldhús og síðan að klára reikninginn. Með einu handtaki er hægt að skipta reikningi eða færa gesti til á borðum. Auðvelt er að hanna sérhæfð viðmót t.d. fyrir yfirþjón þar sem aðgengi er að skýrslum og fleiru.
skipulag borða og afgreiðslu
Borðaskipulagið er sett upp á snertiskjánum til að tryggja fljóta afgreiðslu og einfalda pantanir.
PÖBBAR OG KLÚBBAR
Einfalt er að skrá sig inn, taka niður pantanir og senda þær áfram. Vaktstjóri hefur aðgang að rekstrartengdum þáttum með innskráningu. Hér er vörn gegn vá innbyggð í kerfið. Hægt er að taka út rekstrartengdar skýrslur og ná út fjölbreyttum upplýsingum úr kerfinu varðandi framlegð eða starfsmenn.
MATSÖLUR OG MÖTUNEYTI
Einfalt notendaviðmót og hraðvirkni kerfisins eru lykilatriði fyrir þessa gerð af rekstri. Á snertiskjá eru uppsettar vörurnar sem í boði eru. Hvort sem um er að ræða peningaviðskipti eða starfsmannakort virkar kerfið mjög þægilega fyrir mötuneyti. Ef um lausasölu er að ræða má skrá vöruna inn handrænt eða skanna. Með innskráningu getur yfirmaður náð í frekari upplýsingar úr kerfinu s.s. skýrslur eða annað sem hann/hún vill skoða frekar.
SKYNDIBITASTAÐIR
Einfalt notendaviðmót og hraðvirkni kerfisins eru lykilatriði. Kerfið bíður upp á að hafa viðbætur á fyrstu pöntun, t.d. þegar verið er að bæta við áleggstegund á pizzu eða minnka sósu á pítu. Einfalt er að setja upp sjálfvirkt pöntunarkerfi fyrir lúguþjónustu.
ELDHÚSKERFI CENTARA
Eldhúskerfi Centara er mjög sveigjanlegt og þægilegt í notkun og býður veitingastöðum upp á sjónræna upplýsingagjöf til eldhússins sem skilar sér í bættum samskiptum afgreiðslu við eldhús og markvissari framleiðslu. Centara styður að sjálfsögðu einnig eldhúsprentara og eftirlitsmyndavélar ef óskað er eftir.
Vefbúðartenging Wise gerir þeim er reka vefbúðir kleift að tengja verslunina beint við NAV.
Í NAV er útbúið vefflokkatré sem síðan er „speglað“ yfir í vefbúðina. Þannig er hægt að stjórna uppbyggingunni beint úr NAV og setja vörur í flokka. Einnig er hægt að breyta tilhögun vefflokkatrés hvenær sem er og uppfærist vefflokkatréð samstundis í vefbúðinni.
Helstu kostir
- Bein tenging við vöruuplýsingar í NAV
- Hægt er að hanna og viðhalda vöruflokkatré í NAV
- Sölupantanir myndast í NAV um leið og viðskiptavinur pantar á vef
- Aðgangur að viðskiptamannalista í NAV
- Auðvelt að tengja vörur og aftengja
- Rauntímabirgðastaða
Sölur streyma beint í NAVVefbúðartengingin tekur við sölum þegar viðskiptavinur kaupir í vefbúðinni. Salan er þá mynduð í NAV með öllum nauðsynlegum upplýsingum.
VöruupplýsingarVöruupplýsingar innhalda t.d. vörunúmer, vörulýsingu, myndir, einingarverð og birgðastöðu. Hægt er að sækja birgðastöðu niður á birgðageymslu.
Upplýsingar um viðskiptamennAuðvelt er að sækja upplýsingar um viðskiptamenn í NAV með uppflettingu á kennitölu og einnig er hægt að stofna nýja.
SOAP vefþjónustustaðallSamskipti við vefbúðartengingu fer fram í gegnum SOAP vefþjónustu staðalinn og er uppsetningin einföld. Upplýsingar um vefþjónustu- slóðir eru sýnilegar og hægt að senda til uppsetningaraðila vefbúðar.
Skoðið bækling hérna.
Wise POS er sérlausn Wise fyrir smásala, heildsala og þjónustufyrirtæki og er innbyggð lausn í Dynamics NAV. Markmið með lausninni er að bjóða eina heildarlausn þar sem einn og sami þjónustuaðilinn sér bæði um bókhaldskerfið og afgreiðslukerfið og sparar með því bæði tíma, kostnað og tengingar á milli kerfa. Kerfið er tvískipt í afgreiðsluglugga og greiðsluglugga, en hægt er að nota greiðslugluggan til borgunar á greiddum reikningum.
Einfalt í notkun
Við hönnun kerfisins var leitast við að gera það einfalt í notkun, rekstri og uppsetningu og að fljótlegt væri að kenna starfsfólki á þá virkni sem kerfið hefði upp á að bjóða. Sölumenn nota aðgangsorð til að skrá sig inn í kerfið, en með því er öryggi og rekjanleiki tryggður. Hver sölumaður hefur aðeins þá sýn og aðgang sem honum er ætlað varðandi gerð kreditreikninga, afslætti, breytinga á vöruverði og annað slíkt.
Skrifað ofan á NAV
Wise Pos er skrifað ofan á staðlaða virkni í Dynamics NAV, og hefur þá kosti að það nýtir sér alla þá möguleika sem birgðakerfið, sölukerfið, viðskiptamenn, víddir o.fl. hafa upp á að bjóða t.a.m. tilboð, vöruverð, afsláttarflokka viðskiptamanna og margt fleira. Breytingar á forsendum flæða á milli kerfanna sem gefur möguleika á öruggari greiningum gagna og skýrslum.
Með Wise Pos lausninni er hægt er að nota snertiskjá eða mús, allt eftir því hvað notandinn kýs.Ánægðir viðskiptavinir
Meðal viðskiptavina sem nýta sér WisePos afgreiðslukerfið má m.a. nefna: Sjónvarpsmiðstöðina, Heimilistæki, Hringrás, Eirberg, Vodafone og B&L.