Wise Flutningalausnir

Wise hefur þróað heildarlausn sem hentar vel fyrir flutningsfyrirtæki, flutningsmiðlara og almenn fyrirtæki í flutningi.

Með lausninni næst yfirsýn yfir alla þætti ferilsins, frá því að varan er sótt til framleiðanda, flutningar til og frá landinu, tollun, akstur og fleira sem kemur að því að koma vörunni til neytenda með skjótum og öruggum hætti.

Mikil reynsla býr að baki þróunar á kerfinu, en stór hluti flutningsfyrirtækja landsins hafa notað Flutningakerfi Wise um árabil.

Undir Flutningalausnum er einnig að finna lausnir fyrir: Innflutning, Útflutning og EDI samskipti

Sérlausn fyrir íslensk fyrirtæki.

 • Flutningalausn Wise samanstendur af:

  Tilboðskerfi

  • býður upp á rafrænar sendingar á „pick up“, utanumhald tilboða, tengingar við sendingar í farmbréfi o.fl. o.fl.

  Frumfarmskrá

  • fyrir flugfélög og skipafélög.

  Farmskrá

  • safnsendingar eða uppskiptingar.

  Hraðsendingakerfi

  • fullkomið kerfi sem heldur utan um skráningu, tollafgreiðslu, reikningagerð og heimakstur hraðsendinga.

  Tollafgreiðslukerfi

  • tengt við hrað- og safnsendingakerfi kemur í veg fyrir tvöfaldan innslátt.

  Reikningagerð

  • veitir góða yfirsýn yfir reikningagerð niður á hverja sendingu. Einfalt er að bakfæra reikninga og leiðrétta stöðuna.
   Einnig er þægilegt að nota rafræna sendingu og móttöku reikninga.

  Aksturskerfi

  • gefur yfirsýn og skipuleggur akstur/ferðir.

  Gjaldkerakerfi

  • einfalt kassakerfi sem tekur á móti greiðslum og jafnar á móti reikningum.
 • Tengdar lausnir sem henta vel fyrir viðskiptavini sem nota Flutningakerfi Wise:

  • Tollakerfi
  • Þjónustuveflausn
  • Wise Analyzer
  • Wise teningar
  • Wise Mail
  • Wise Scan
  • Aðrar viðskiptalausnir Wise
 • Sérlausnir Wise fyrir flutningsfyrirtæki:

Hafðu samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Áralöng reynsla í þjónustu og sölu á Dynamics NAV og Dynamics Business Central. 
Við getum aðstoðað þig.

Björn Þórhallsson, sölustjóri viðskiptalausnir
bjorn (@) wise.is - 545 3209 | 698 1500

Andrés Helgi Hallgrímsson, sölustjóri sjávarútvegslausna
andres (@) wise.is - 5453253 | 6178300